is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8003

Titill: 
  • Verðtrygging á fjármálamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari umfjöllun um verðtryggingu á fjármálamarkaði er að skoða notkun verðtryggingar á Íslandi og meta hvort hún eigi rétt á sér út frá hagsmunum almennings eða hvort æskilegt sé að minnka vægi hennar. Fjallað er um sögu verðtryggingar, þróun og notkun hennar hér á landi og í öðrum löndum. Fræðilegir þættir verðtryggingar eru teknir fyrir. Áhersla er lögð á umfjöllun um verðtryggð húsnæðislán vegna þess að verðtrygging þeirra hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Annars vegar beinist gagnrýnin að mikilli hækkun skulda heimilanna og hins vegar eru uppi skoðanir um að verðtrygging húsnæðislána dragi úr virkni peningastefnunnar. Einnig er sjónum beint að áhrifum verðtryggingar á lífeyrissparnað.
    Alþjóðlegur markaður fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf hefur margfaldast að verðmæti á síðastliðnum áratug og jafnframt hefur alþjóðlegur markaður þróast fyrir aðrar verðtryggðar fjármálaafurðir. Fjárfestingasjóðir og lífeyrissjóðir hafa sérstaklega nýtt sér þennan markað. Varðandi húsnæðislán á Íslandi er niðurstaðan sú að verðtrygging þeirra er ekki meginástæðan fyrir erfiðri skuldastöðu heimilanna heldur er ástæðuna ekki síður að finna í húsnæðisverðbólu á síðasta áratug. Verðtryggð húsnæðislán með föstum vöxtum draga hugsanlega úr virkni peningastefnunnar en hægt er að nota önnur stjórntæki til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn. Sú staðreynd að almenningi gefst kostur á verðtryggðum lánum til langs tíma á Íslandi er af hinu góða og verðtrygging gegnir veigamiklu hlutverki við varðveislu lífeyrissparnaðar landsmanna. Ekki er æskilegt að setja hömlur á verðtryggingu en gott væri að auka fjölbreytni á húsnæðislánamarkaði.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaritgerð.pdf610.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna