en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8005

Title: 
  • is Þróun spíritisma í íslensku samfélagi
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Trúarbrögð hafa verið rannsóknarefni mannfræðinga alveg frá upphafi greinarinnar. Flest trúarbrögð og trúarstefnur innihalda einhverjar hugmyndir um líf eftir þetta líf. Talið er að spíritismi hafi fyrst borist til Íslands um aldamótin 1900. Ísland var að fara í gegnum gífurlegar breytingar á þeim tíma sem spíritisminn var að ryðja sér til rúms hér. Miklar tækniframfarir áttu sér stað á Íslandi á fyrstu árum 20. aldar sem varð til þess að umgjörð þjóðfélagsins breyttist til muna. Með þessum tækniframförum urðu gömul gildi veikari og fólk fór að velta fyrir sér tilgangi lífsins í víðara samhengi en það hafði gert. Starfsemi Sárrannsóknarfélags Íslands hefur breyst þó nokkuð í gegnum árin. Í dag starfa meðal annars áruteiknarar, heilarar og nuddarar innan félagsins en miðlar eru samt ennþá vinsælastir og meðaldur þeirra sem sækja miðilfundi fer sífellt lækkndi. Á Íslandi í dag er andlega sviðið samansett af nýaldarhreyfingu, spíritisma, dulsálfræði og guðspeki. Fólk er óhrætt við að blanda þessu saman. Íslendingar fara til miðils í dag aðallega til þess að fá staðfestingu á því að líf sé eftir þetta líf og til þess að fá fréttir af látnum ástvinum.

Accepted: 
  • Apr 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8005


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
þróun spíritisma í íslensku samfélagi.pdf458 kBLockedHeildartextiPDF