Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8006
Í þessari ritgerð er fjallað um stjórnmálaboðskap rússnesk-bandaríska heimspekingsins Ayn Rand, eins og hann kemur fyrir í skáldsögu hennar, We the Living. Í inngangi er farið yfir hennar helstu verk og boðskap þeirra. Þá tekur við yfirferð á ævi og störfum Ayn Rand en höfundur telur nauðsynlegt að kynna lesendur fyrir bakgrunni hennar til þess að geta fjallað síðar um hugmyndafræðina sem hún tileinkaði sér. Þá næst er farið í þann stjórnmálaboðskap sem birtist okkur í sögunni We the Living en þar er greint sérstaklega frá þeirri byltingarhugmyndafræði og heildarhyggju sem þar er að finna og þeim aðstæðum sem höfundur telur að hafi leitt til einstaklingshyggju Ayn Rand. Þá er einnig farið yfir nokkrar sérstaklega marxísk-lenínskar fullyrðingar sem koma fram í sögunni og hvernig þær mynda þann hugmyndafræðilega bakgrunn sem sagan byggir á. Því næst er bent á nokkrar hugmyndafræðilegar breytingar sem áttu sér stað á árunum 1934–1956; frá því að sagan var fyrst gefin út þangað til hún var endurútgefin tuttugu og tveim árum síðar. Þá beinir höfundur sjónum að því hvernig sýn Ayn Rand á trúarbrögðum ýmiskonar gæti hafa haft áhrif á stjórnmálaboðskap hennar. Að lokum er svo farið nokkuð almennt yfir það heimspekikerfi sem að Ayn Rand er þekktust fyrir; hluthyggjuna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FrostiLogasonBA.pdf | 464.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Kíra Argúnovax.pdf | 1.69 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |