is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8007

Titill: 
 • Persónukjör. Lýðræðislegra kosningakerfi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um frumvarp um persónukjör til Alþingis. Gerð er grein fyrir megininntaki frumvarpsins og þeim rökstuðningi sem því liggur til grundvallar. Að auki er greint frá helstu gagnrýni á frumvarpið sem og þeim viðbrögðum við gagnrýninni sem fram koma í greinargerð með frumvarpinu. Einnig er fjallað um núgildandi lög um kosningar til Alþingis og hvernig þær breytingar á kosningareglum sem boðaðar eru í frumvarpinu snerta almenna kjósendur.
  Farið er yfir kosningakerfi á Norðurlöndum og á Írlandi. Greint er frá vægi persónukjörs við þjóðþingskosningar í löndunum og það sett í samhengi við frumvarpið og kosningakerfið sem innleitt verður á Íslandi verði frumvarpið að lögum. Einnig er lýðræðishugtakið greint og farið yfir hugmyndir og kenningar stjórnmálafræðinnar um aðkomu almennings að ákvarðanatöku. Gerð verður grein fyrir eðlismun á beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Fjallað verður um leið Íslands til lýðræðis og uppbyggingu fulltrúalýðræðis hér á landi. Einnig verður skoðað hvort lýðræði sé fyrst og fremst tæknileg útfærsla og gerð grein fyrir mismunandi hugmyndum um hlutverk stjórnmálaflokka við að skapa lýðræðisleg tengsl á milli stjórnvalda og almennings.
  Fjallað er um íslenska flokkakerfið, tilurð þess, einkenni og mótun. Gerð er grein fyrir framlagi stjórnmálaflokkanna til eflingu lýðræðis, stefnumótun þeirra og þátttöku almennings í stjórnmálastarfi. Farið er yfir tilraun íslenskra stjórnmálaflokka til þess að skjóta nýjum rótum í hug kjósenda með auknum persónustjórnmálum. Varpað er ljósi á hvaða áhrif prófkjör hafa á stefnumótun og á málefnastarf stjórnmálaflokkanna. Persónukjör er svo sett í samhengi við veruleika íslenskra stjórnmálaflokka..
  Að lokum eru niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman og út frá þeim ályktað um að frumvarp um persónukjör til Alþingis sé ekki líklegt til að ná yfirlýstu markmiði sínu, að efla lýðræði í landinu.

Samþykkt: 
 • 28.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RÉTT_BA_RITGERÐ_ELIS.pdf288.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna