en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8008

Title: 
  • Title is in Icelandic Fjörutíu leiðir til að búa til barn: Lagaumhverfi og samfélagsumræða um staðgöngumæðrun á Íslandi
Submitted: 
  • April 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í lok árs 2010 og byrjun 2011 skapaðist mikil umræða um staðgöngumæðrun á Íslandi. Þingsályktunartillaga um heimilun staðgöngumæðrunar í velgjörðaskyni var rædd á Alþingi og þar var þverpólitískur stuðningur við tillöguna. Mikill meirihluti landsmanna sagðist styðja að staðgöngumæðrun yrði leyfð hér á landi í skoðanakönnunum. Fagaðilar sem gáfu umsagnir um tillöguna voru ekki á sama máli og bentu á að ræða þyrfti málið mun meira áður en lög yrðu sett. Ýmis álitamál hefðu ekki verið leidd til lykta. Í þessari ritgerð er spurt hvort fólk eigi rétt á því að eignast barn. Tekin voru viðtöl við sérhæfða lækna og gögn frá Alþingi voru mikið notuð. Farið er yfir ófrjósemi og úrræði sem til eru við henni með áherslu á staðgöngumæðrun. Réttindi hinna ýmsu hópa, foreldra, barna, og staðgöngumæðra verða skoðuð. Þá verður farið yfir siðferðileg álitamál í tengslum við staðgöngumæðrun. Niðurstaðan er sú að það teljast ekki mannréttindi að eignast barn og fá hjálp við það, heldur eru það forréttindi. Þá hefur ekki farið fram víðtæk umræða um öll siðferðilegu álitamálin sem koma upp við staðgöngumæðrun.

Accepted: 
  • Apr 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8008


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
40 leiðir til að búa til barn.pdf551.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open