is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8009

Titill: 
  • Viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvernig viðbrögðum íslenskra stjórnvalda var háttað í kjölfar ákvörðunar Hæstaréttar í janúar 2011 um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings. Um er að ræða tilviksathugun út frá kenningum í áfallastjórnun. Stuðst er við aðferðafræði innan áfallastjórnunar sem kennd er við CRISMART rannsóknarsetrið og þróuð hefur verið af sænskum fræðimönnum.
    Aðferðin byggir á fjórum meginþáttum. Fyrst er áfallið tímasett og sett í sögulegt samhengi til að fá skýra mynd af umhverfinu. Aðdragandi áfallsins er skýrður og ljósi varpað á helstu áhrifaþætti. Næsta skref er að afmarka tímabil til greiningar og tekin saman nákvæm framvinda atburðarásar áfalls í tímaröð. Síðan er atburðarásin brotin upp og helstu tilefni til ákvarðanatöku greind út frá því hvað skuli gera næst. Í þeirri greiningu er litið til mikilvægis í ákvarðanatökuferlinu, áhrif á eftirmála áfalls og hverjir koma að ákvarðanatökunni. Að lokum er viðfangsefnið greint í heild sinni út frá ákveðnum þemum. Hér eru viðbrögð skoðuð út frá viðbúnaði, áhrifum samtímaáfalla, togstreitu og lærdómi.
    Niðurstöðurnar benda til þess að skýra heildarstefnumótun vanti innan íslenska stjórnkerfisins um forvarnir og viðbrögð við áföllum. Innan ráðuneytanna skortir skýrari viðbúnað og skipulagða eftirfylgni. Stefnumótun á sviði áfallastjórnunar einkennist af mörgum þeim ágöllum sem greindir hafa verið í íslenskri stjórnsýslu, meðal annars í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis vorið 2010.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsidaJOH_LOKA.pdf195.87 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
meginmalJOH_LOKA.pdf742.56 kBLokaðurMeginmálPDF