en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/8010

Title: 
  • Title is in Icelandic Bentu í Austur, bentu í Vestur: Samanburður á lífi kvenna í Austur- og Vestur-Þýskalandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar var Þýskalandi skipt upp í tvö ríki þar sem Vestur-Þýskaland var á valdsvæði Bandaríkjanna en Austur-Þýskaland á valdsvæði Sovétríkjanna. Berlínarmúrinn var reistur í miðri Berlín til að afmarka valdsvæðin og til að hindra flæði fólks frá Austri til Vesturs. Efnahags- og stjórnkerfi ríkjanna voru ólík. Í Austri var ríkjandi sósíalismi en í Vestri kapítalismi. Í ritgerðinni er varpað ljósi á líf kvenna í Þýskalandi á tímum Kalda stríðsins eftir því hvort þær bjuggu í Austur-Þýskalandi eða Vestur-Þýskalandi. Auk þess verður staða þeirra skoðuð eftir að kalda stríðinu lauk og Þýskaland varð sameinað að nýju. Staða þeirra verður skoðuð út frá hinu ríkjandi kynjakerfi og mismunandi stjórnkerfum. Til þess að meta stöðuna er atvinnulíf og fjölskyldulíf sérstaklega skoðað auk annarra tengdra þátta. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að staða kvenna í Þýskalandi var mjög ólík eftir því hvoru megin við múrinn þær bjuggu. Sameining Þýskalands virðist einnig hafa bitnað mun verr á Austur-Þjóðverjum og þá sérstaklega konum.

Accepted: 
  • Apr 28, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8010


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IngunnGudmundsdottirloka.pdf609.65 kBOpenHeildartextiPDFView/Open