Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8014
Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf til lýðræðis og þátttöku í mótmælum. Traust til lýðræðislegra stofnana á Íslandi hefur í kjölfar bankahrunsins aldrei mælst lægra (Capacent, 2010) og á sama tíma virðist tíðni og þátttaka í mótmælum hafa aukist umtalsvert. Tilgátan sem sett var fram gerði ráð fyrir að þeir sem tekið höfðu þátt í mótmælum væri óánægðari með framkvæmd lýðræðisins en þeir sem ekki höfðu mótmælt en þrátt fyrir það hefðu mótmælendur meiri trú á lýðræði sem hugmyndafræði en þeir sem ekki thafa tekið þátt í mótmælum. Alls var notast við sjö spurningar úr kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar frá árinu 2009. Fimm spurningar mældu viðhorf til lýðræðis, ein þátttöku í mótmælum og ein viðhorf til mótmæla. Tilgátan fékk nokkurn stuðning og leiddi rannsóknin einnig í ljós niðurstöður sem voru að hluta sambærilegar erlendum rannsóknum á mótmælum. Því jákvæðara sem fólk var í garð mótmæla því óánægðara var það með stöðu lýðræðis í landinu og einnig greindist jákvætt samband milli þess að vera jákvæður í garð mótmælanna og þess að vera fylgjandi því að kjósendur gætu kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Final_Agust Bogason2.pdf | 2.1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |