is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8018

Titill: 
  • „Ég þori, get og vil." Reynsla íslenskra ungmenna sem búið hafa erlendis af því að aðlagast íslensku samfélagi og skóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig íslenskum ungmennum sem búið hafa erlendis gengur að aðlagast íslensku samfélagi og skóla. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð sem kennd er við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Rannsóknargagna var aflað með viðtölum til að öðlast skilning og innsýn í reynsluheim ungmennanna og aðlögun þeirra. Viðtöl voru tekin við tólf viðmælendur á aldrinum sextán til nítján ára í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöðurnar benda til þess að einstaklingarnir búa yfir ákveðinni færni og sýn á lífið sem markast af reynslu þeirru af dvölinni erlendis. Flutningurinn heim og aðlögun þeirra reyndist þeim ákveðin áskorun. Hvetjandi þættir í aðlöguninni voru samheldni fjölskyldunnar, stuðningskennsla í íslensku, félagslíf skólans og frjálsræðið sem ríkir á Íslandi. Sá þáttur sem var helst letjandi var að ná ekki að tilheyra jafningjahópnum. Það kom á óvart hve margir viðmælenda fluttu einir heim til að láta draum sinn um veru í íslenskum skóla rætast og hversu sterka þjóðernissjálfsmynd stór hluti þeirra hafði. Niðurstöðurnar sýna nauðsyn þess að fagaðilar innan skólasamfélgsins verði meðvitað um þessa einstaklinga, sérstöðu þeirra og þarfir svo bregðast megi við þeim og mikilvægi aðkomu náms- og starfsráðgjafa í aðlögunarferli þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore how well Icelandic teenagers, who have lived abroad readjust to the Icelandic society and the schools. The study is based on a qualitative approach, more specifically the Vancouver School of Phenomenology. Open individual interviews were conducted with twelve upper secondary education students from the ages of sixteen and nineteen. The result shows that the students have specific experiences and views of life, which seem to be influences from their stay abroad. The move to their home country and their adaptation was experienced as a challenge. They felt they received support at school that was very helpful in their adjustment. Social life in the school and the freedom they experience in Icelandic society was also supportive in the process. However, they felt they did not fit in with their peers. It is notable that many of the students interviewed, moved to Iceland be themselves to go to upper secondary school. Their sense of strong nationalistic pride and its role in their adjustment process seems to be somewhat unique to Iceland. The findings show that it is necessary that the school community is aware of re-entering students needs and that their presence and adaptation is recognized within the school. School counsellors may play an important role in the adjustment process of these students especially.

Samþykkt: 
  • 28.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerd 29 mars kvold.pdf687.05 kBLokaðurHeildartextiPDF