is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8021

Titill: 
  • Samloðun Sjálfstæðisflokksins, 1961-1988. Áhrif prófkjöra á samloðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í aðdraganda Alþingiskosninganna sem haldnar voru árið 1971 studdist Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti við prófkjör við val á frambjóðendum flokksins til þings. Prófkjör hafa oft verið talin leiða til minni samloðunar innan stjórnmálaflokka því þau færa vald til útnefningar á frambjóðendum frá flokksstofnunum til almennra kjósenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort grundvöllur væri fyrir þessari kenningu með því að skoða samloðun innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins fyrir og eftir upptöku prófkjöra. Aðferðin sem notuð var við rannsóknina fól í sér að skoða hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði í nafnaköllum á þingi og reikna samloðun innan hans út frá þeim upplýsingum. Þrjár viðurkenndar aðferðir voru notaðar við útreikning á samloðun; Attiná Index, Rice Index og Agreement Index. Til rannsóknar var tímabilið frá 1961 til 1988 en engin prófkjör voru haldin í aðdraganda Alþingiskosninga tíu fyrstu ár þessa tímabils. Eftir upptöku prófkjörs árið 1971 nýtti Sjálfstæðisflokkurinn sér þau í aðdraganda fimm kosninga af þeim sex sem haldnar voru frá 1971-1988. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að prófkjörin hafi ekki verið megin orsakavaldur minnkandi samloðunar innan þingflokks sjálfstæðismanna en gefur jafnframt til kynna að aðrir þættir eins og óánægja með flokksræði, klofningur og valdabarátta innan flokksforystunnar hafi haft mun meiri áhrif á samloðun en prófkjörin ein og sér.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún H. Jónsdóttir.pdf642.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna