Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8022
Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu barna af námi, sýn þeirra á sig sem námsmenn og hvaða námsaðferðir þeim finnst henta sér best. Niðurstöður rannsóknarinnar voru skoðaðar með tilliti til hlutverks náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum. Rannsóknin byggir á viðtölum við tólf börn í 6. bekk grunnskóla. Niðurstöður gefa til kynna að viðhorf barna til náms er almennt jákvætt, þau eru meðvituð um eigin styrkleika og veikleika í námi og vita hvar þau þurfa að bæta sig. Mörg þeirra voru meðvituð um hvaða námsaðferðir hentuðu þeim best en töldu sig ekki hafa mikið val um að nota þær aðferðir eða hafa eitthvað um nám sitt að segja. Börnin telja kennara gegna lykilhlutverki í námi en hlutverk náms- og starfsráðgjafa er óljóst. Mörg barnanna líta á nám sem undirbúning fyrir framtíðina og tengja góðan námsárangur við góða starfsmöguleika. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist í umræðum um að börn fái að læra eins og þeim hentar best og að sérfræðiþekking náms- og starfsráðgjafa verði nýtt til að gera það að veruleika. Einnig er vonast til að niðurstöðurnar gefi tilefni til að hlustað verði enn frekar á raddir barna í skólakerfinu.
The aim of this study was to examine children´s experience of learning, their opinion of themselves as students and their preferred learning approaches. The results are discussed in relation to school counselors’ role in elementary schools. Twelve children in sixth grade were interviewed. The results show that the children´s attitude towards learning is positive, they are aware of their own strengths and weaknesses in learning and they know where they can improve. Many of the children are aware of their preferred learning approaches but do not believe they have a choice to use them or to influence their learning. According to the children, the teacher plays a key role in their learning but the school counselors’ role is unclear. Many of the children look at school as a preparation for the future and believe that good grades give good job opportunities. Hopefully these results will benefit further discussions about children´s learning approaches and the importance of giving children opportunity to use preferred learning approaches, with the school counselor as an active participant. Hopefully the results will raise children´s voices so they will be heard in the Icelandic elementary school system.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð - Margrét Björk Arnardóttir.pdf | 384.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |