is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8029

Titill: 
  • Óhefðbundnar lækningar. Tengsl hugar og líkama
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óhefðbundnar lækningar eru sífellt að verða vinsælli meðferðarform í hinum vestrænu samfélögum. Vestræn vísindi eru farin að viðurkenna samtengingu sálar og líkama, en það hvernig við hugsum og hvernig okkur líður andlega hefur áhrif á líkamann, en streita getur valdið ýmsum líkamlegum einkennum, svo sem höfuðverk, háum blóðþrýsingi og jafnvel hjartaáfalli. Nauðsynlegt er fyrir alla að þekkja sinn eigin huga, að stunda heilbrigðan lífstíl og hugsa á jákvæðan hátt en þannig hugsum við einnig um líkama okkar og heilsu. Við þurfum að taka ábyrgð á hlutunum sjálf. Heilsumannfræði hefur verið að rannsaka túlkun líkamans, ýmsar heilsumeðferðir og trúarlega iðju, en sérstakur áhugi hjá heilsumannfræðinni er að skoða hvernig líkamlegir-, umhverfis- og menningarlegir þættir spila inn í heilsu og veikindi. Óhefðbundnar meðferðir byggjast á heildrænni hugsun um einstaklinginn, og tengsl anda, hugar og líkama og er það markmið heilsumannfræðinga að finna út hvort þessar meðferðir séu að breyta einhverju hvað varðar líkama einstaklinga, trú þeirra, menningu og félagslegu reynslu og hvers vegna sjúklingar sækja í þess háttar meðferðir. Óhefðbundnar lækningar hjálpa einstaklingum að taka völdin í eigin lífi, auka einbeitingu á tilfinningar og líðan, en ekki bara hið líkamlega. Nauðsynlegt er að opna hugann fyrir þessum óhefðbundnum meðferðum og finna fleiri mismunandi leiðir til þess að huga að heilsu okkar.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óhefðbundnar lækningar.pdf322.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna