is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8033

Titill: 
  • Íslensk þjóðernishyggja. Áhrif þjóðernishyggju á nútímaríkið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um íslenska þjóðernishyggju og þróun hennar og áhrif á nútímaríkið. Tilgangur ritgerðarinnar er að reyna að komast að því hvað það er sem stýrir þjóðernishugsunum Íslendinga. Eru stjórnarþættir og áhrif nútímaríkisins svo mikil að þau stjórna hugsunum okkar og skoðunum og mynda þannig þjóðernishyggju á skynsemisrökum? Eða er rætur þjóðernishyggju að finna í dýpri þáttum svo sem tilfinningum, hugsunum og í sögunni sem þróast hefur með þjóðinni í gegnum aldirnar?
    Í upphafi ritgerðarinnar er fræðilegur kafli þar sem kenning móderníska kenningasmiðsins Ernest Gellners um þjóðernishyggju er útskýrð. Greint er frá þeim hugsjónum módernista um að þjóðernishyggja hafi myndast í nútímaríkjum. Samkvæmt módernistum höfðu þau samfélög sem uppi voru fyrir tíma nútímaríkisins ekki það stjórnskipulag og þær forsendur til staðar sem að þeirra mati þurfi til að þjóðernishyggja myndist. Gellner vill meina að nútímaríkið hafi það vald sem til þarf til að mynda þá samkennd sem einkennir þjóðernishyggju þjóða. Einnig er greint frá öðrum kenningum m.a. kenningu Anthony D. Smith um þjóðernishyggju og gagnrýni hans á Gellner þar sem Smith heldur því fram að þjóðernishyggja myndist út frá dýpri og tilfinningalegri þáttum. Saga Íslands er rakin með kenningar Gellners til hliðsjónar þar sem henni er skipt niður í þrjú tímabil (tímarof) sem Gellner vill meina að séu megin tímabil í þróun samfélaga. Litið er til tíma landnámsmanna, bændasamfélagsins og loks til sjálfstæðisbaráttunnar þar sem þróun þjóðernishugsana er skoðuð. Að lokum er fjallað um Ísland í dag og rædd eru áhrif þjóðernishugmynda, sem mótast hafa í gegnum tíðina, á stefnu Íslendinga og skoðanir þeirra gagnvart þátttöku landsins í alþjóðasamfélaginu.
    Helstu niðurstöður eru þær að kenning Gellners eigi ekki við þegar hún er sett í samhengi við íslenska samfélagsþróun. Nútímaríkið tók að myndast í kjölfar sjálfstæðis landsins. Þrátt fyrir að með tilkomu nútímaríkisins hafi eðli þjóðernishyggju hér á landi breyst til muna höfðu þjóðernishugmyndir Íslendinga myndast löngu fyrir þann tíma. Sagan og sameiginlegar tilfinningar á meðal þjóðarinnar m.a. varðandi varðveislu á fullveldi þjóðarinnar spila þar stórt hlutverk.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sædís ALda.pdf343.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna