is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8034

Titill: 
  • Hinn fullkomni stuðningur. Þarfir foreldra barna með skarð í vör og/eða góm
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skarð í vör og/eða góm er einn algengasti fæðingargalli í andliti í heiminum, en árlega fæðast um sjö til níu börn með skarð á Íslandi. Þessir einstaklingar þurfa að gangast undir umfangsmikið meðferðarferli frá fæðingu til fullorðinsára sem felur meðal annars í sér fjölmargar aðgerðir, viðamiklar tannréttingar og talþjálfun. Langvinn veikindi barns geta haft margvísleg áhrif á fjölskyldu þess, en í þessari rannsókn eru þarfir foreldra barna með skarð í vör og/eða góm greindar. Skoðað er hvernig komið er til móts við þarfir þessara foreldra í Noregi, Danmörku og á Íslandi auk þess sem skoðað er hvernig félagsráðgjöf getur nýst foreldrum þessara barna.

    Rannsóknin er byggð á rituðum fræðiheimildum, niðurstöðum rannsókna og upplýsingaviðtölum við fagaðila og foreldra barna með skarð. Notast er við hugmyndafræði félagsráðgjafar um heildarsýn og sett er fram líkan um þarfir foreldra. Rannsóknin gefur heilbrigðisstarfsfólki verkfæri til að skilja hverjar þarfir foreldra eru og hvenær best er að veita tiltekinn stuðning. Þá veitir líkanið tækifæri til þess að efla stuðning og þjónustu við foreldra þessara barna.
    Þarfir foreldra eru flokkaðar í sálfélagslegar þarfir, fjárhagslegar þarfir og þörf fyrir upplýsingar. Þessar þarfir má svo greina frekar niður. Þarfirnar eru breytilegar eftir tíma en í öllum tilvikum er stuðningur mjög mikil¬vægur frá því foreldrum er tilkynnt um skarð barns þar til barnið er orðið ársgamalt. Þarfir foreldra fyrir stuðning fara almennt minnkandi með hækkandi aldri barns. Félagsráðgjöf getur nýst foreldrum á margvíslegan hátt, en foreldrar í Noregi og Danmörku eiga mun greiðara aðgengi að félagsráðgjöf samanborið við íslenska foreldra.
    Lykilorð: Þarfir, stuðningur, foreldrar, langvinn veikindi, langveik börn, skarð í vör og/eða góm, heildarsýn, líkan.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKJAL BA - PDF - Kristjana Thrastardottir.pdf660.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna