en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8039

Title: 
  • Title is in Icelandic Brjóstamjólk – heilbrigðisáætlun náttúrunnar. Menningarbundnar hugmyndir um brjóstagjöf, kenningar- og söguleg yfirferð með sérstakri áherslu á Ísland
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Brjóstamjólkin er líffræðilegt fyrirbæri og hefur hún mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að heilsu ungbarna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun mælir með að börnum sé eingöngu gefin brjóstamjólk fyrstu sex mánuðina eftir fæðingu og svo með annarri fæðu til tveggja ára aldurs. Brjóstagjöfin sjálf er þó byggð á menningarbundnum hefðum og venjum sem ríkjandi eru í mismunandi samfélögum á hverri stundu. Innan sögu hvers samfélags rúmast því mismunandi hugmyndir um brjóstagjöf. Markmið ritgerðarinnar er að veita sögulega yfirsýn yfir brjóstagjöf á Vesturlöndum og þá sérstaklega brjóstagjafasögu Íslands, en sú saga er merkileg að því leyti að flest íslensk börn fengu ekki brjóstamjólk á 18. og 19. öld. Líklega tengdist það menningu Íslendinga þá og baráttu þeirra fyrir því að halda í sérkenni sín og varðveita stolt sitt. Mikilvægt er að við lærum af sögunni og að mæður taki upplýsta ákvörðun um fæðu handa börnum sínum sem byggð er á þekkingu um hvað sé þeim fyrir bestu á hverri stund og á hverjum stað miðað við þær aðstæður sem þau búa við.

Accepted: 
  • Apr 29, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8039


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_brjóstagjöf.pdf364.41 kBOpenHeildartextiPDFView/Open