is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8040

Titill: 
 • „Í fréttum er þetta helst.“ Hvernig er fréttavali hjá fréttastofu RÚV háttað?
 • Titill er á ensku "Tonight´s top stories." News selection at RÚV, the Icelandic National Broadcasting Service
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi byggist á rannsókn sem gerð var á fréttastofu RÚV eina viku í febrúar 2011. Megintilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á forsendum fréttavals á fréttastofunni; kanna hvaða atvik og atburðir komast í kvöldfréttatíma útvarps og sjónvarps og hvaða atvik og atburðir fá litla umfjöllun eða eru jafnvel látin sitja á hakanum.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er stiklað á stóru í stuttri en viðamikilli sögu fjölmiðlafræðinnar. Gerð er grein fyrir helstu rannsóknum og kenningum þeirra fræðimanna sem lögðu línurnar þegar kemur að einu mikilvægasta hugtaki fjölmiðlafræðinnar, fréttavali. Leitast er við að útskýra fréttaval og hvernig því er háttað, en spurningin „Hvað er frétt?“ hefur verið fjölmiðlafræðingum mjög hugleikin í áranna rás af augljósri ástæðu – um það snúast fræðin. Þá er gerð grein fyrir ýmsum hugtökum og skilgreiningum sem varða fréttaval, á borð við hlutlægni og vald. Umfjölluninni er ætlað að varpa ljósi á hvaða atburðir og atvik þykja það mikilvæg að tilefni þykir að fjalla um þau. Einnig er skoðað hvort ákveðnir málaflokkar hljóta almennt meiri náð fyrir augum og eyrum þeirra sem valdið hafa inni á fréttastofunni en aðrir.
  Í síðari hluta ritgerðarinnar er greint frá rannsókn sem gerð var á fréttavali á fréttastofu RÚV frá 21.–27. febrúar 2011. Tilgangur hennar er að auka skilning á forsendum fréttavals á fréttastofunni. Kannað var hvaða atburðir og atvik komust í kvöldfréttatíma útvarps og sjónvarps og hvaða atburðir og atvik fengu litla umfjöllun eða jafnvel enga. Niðurstöður rannsóknarinnar eru svo bornar saman við kenningar helstu fræðimanna um fréttaval til að athugað hvort þær rími við raunveruleikann á fréttastofunni.
  Lykilorð: Fjölmiðlafræði, fjölmiðlar, fréttaval, Johan Galtung, Mari Holmboe Ruge, fréttastofa RÚV

Samþykkt: 
 • 29.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fréttaval_Erla_María.pdf988.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni