en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8042

Title: 
 • Global Child Mortality and Local Realities: A Case-Study of Guinea-Bissau
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Á hverju ári deyja allt að 8 milljón börn yngri en fimm ára í heiminum. Þrátt fyrir að tíðni barnadauða hafi lækkað mikið síðustu áratugi er lækkunin mismikil eftir heimshlutum og tíðnin er hæst í lágtekjulöndum.
  Markmið: Skoða 1) sögu hnattrænna aðgerða gegn barnadauða, árangur slíkra aðgerða og stuðning alþjóðasamfélagsins við þær; og 2) viðhorf og reynslu heilbrigðisstarfsmanna og mæðra á barnadauða og heilsugæslu barna í lágtekjulandi sunnan Sahara með það að markmiði að greina staðbundnar aðstæður í ljósi alþjóðlegrar umræðu og aðgerða.
  Aðferðafræði: Stuðst við fræðigreinar og alþjóðlega umræðu um barnadauða, viðtöl tekin við heilbrigðisstarfsfólk og mæður í Oio héraði, Gíneu-Bissá, í mars 2010 og gögn um heilbrigðisþjónustu sama héraðs fyrir árið 2008.
  Niðurstöður: Rannsóknir benda til þessa að koma megi í veg fyrir stóran hluta dauðsfalla barna yngri en fimm ára með einföldum og vel þekktum íhlutunum. Samfélags- og efnahagslegir þættir og aðgengi að almennri heilsugæslu og sjúkrahúsum lækka barnadauða og stuðla að heilbrigði barna. Heilbrigðiskerfi Gínea-Bissá skortir bæði fjármagn og úrræði til að veita slíka heilbrigðisþjónustu. Mæður og heilbrigðisstarfsfólk nefna fátækt sem mikilvæga hindrun þess að börn fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu og tjá þörf fyrir betri samgöngur og ódýrari lyf.
  Ályktun: Ef alþjóðleg loforð um fjármagn væru efnd og áherslum þróunaraðstoðar væri breytt með áherslu á aðstoð við lönd sem þurfa mest á henni að halda, eins og Gínea-Bissá, væri mögulegt að koma í veg fyrir fjölda dauðsfalla barna. Mikilvægt er að tryggja gott og stöðugt aðgengi þungaðra kvenna og ungra barna í lágtekjulöndum að góðri almennri heilsugæslu og vel útbúnum sjúkrahúsum ef þörf krefur.
  Leitarorð: Barnadauði, Þúsaldarmarkmiðin, heilbrigðisþjónusta, fátækt, samgöngur, Gínea-Bissá.

Accepted: 
 • Apr 29, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8042


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GlobalChildMortalityAndLocalRealities.pdf1.64 MBOpenHeildartextiPDFView/Open