is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8046

Titill: 
  • „Gúglið“ og þér munuð finna? Rafræn upplýsinganotkun háskólanema
  • Titill er á ensku Google and you shall find? The use of electronic resources among university students
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hver viðhorf háskólanema í grunnnámi væru til notkunar á rafrænum heimildum. Notuð var eigindleg aðferðafræði við rannsóknina og opin viðtöl voru tekin við átta háskólanema og tvo háskólakennara. Allir viðmælendur voru við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Að auki var ein þátttökuathugun gerð í vinnulagsnámskeiði við sviðið. Tilgangurinn með henni var að fá grunn að viðtölunum en í vinnulagsnámskeiði læra nemendur á meðferð heimilda og rafræn gagnasöfn. Viðtölin voru kóðuð og þrjú þemu voru dregin út, sem eru: (1) meðferð heimilda, (2) rafrænar heimildir og (3) ritstuldur og siðfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nemendur fá misgóða kennslu í meðferð heimilda í framhaldsskóla og sumir telja sig koma illa undirbúna fyrir háskólanám. Sumir notuðu fágaða leitartækni en aðrir virtust hluti af „Google kynslóðinni“. Nemendur notuðu nánast alltaf rafrænar heimildir og sögðu þægindin vera lykilatriði. Sumir nemendur höfðu sterkar skoðanir á því hvernig meta ætti heimildir en aðrir höfðu varla hugsað um efnið. Nemendur höfðu almennt séð ekki tekið eftir umræðum um ritstuld í Háskólanum og höfðu lítið lært um hvað felst í ritstuldi. Mismunandi viðhorf til ritstuldar mátti greina hjá nemendum en nokkuð bar á aðstæðubundnu siðferði í viðtölunum. Þeirri hugmynd var varpað fram að hægt væri að bera saman viðhorf til ritstuldar og niðurhals en með tilkomu internetsins hefur orðið sífellt auðveldara að nálgast bæði afþreyingarefni og fræðiefni.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study was to bring the views that undergraduate students have toward using electronic resources to light. The research used qualitative methods by interviewing eight students and two teachers. One observation was conducted during a class in which students learned about references and electronic databases. The interviews were carefully coded and three themes were found and analyzed. The themes are: (1) using sources, (2) electronic sources and (3) plagiarism and ethics. The results are that students get an uneven education in secondary school and some feel that they are ill-prepared for a university education. While some use well-defined search strategies others are examples of the „Google Generation“. The students almost always use electronic resources and mentioned convenience as a reason. While some students had strong opinions on how to evaluate sources, others had barely thought about it. Only one of the students had noticed any discussion about plagiarism in the University and they had barely learned anything about what constitutes plagiarism. Differing opinions were found regarding plagiarism and sometimes situational ethics were discernable during the interviews. The idea of comparing views on plagiarism to views on downloading was brought up because the Internet has made it easier to find both entertainment and academic material.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erlendur_MLIS_ritgerd_2011.pdf460.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna