is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8047

Titill: 
  • Ofbeldi og vanræksla barna. Löggjöf, afleiðingar og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar fjallað er um misbrest í uppeldi barna felur það í sér hugtökin ofbeldi og vanrækslu. Með ofbeldi er átt við ákveðna athöfn sem getur leitt til skaða á þroska og heilsu barnsins en vanræksla felur aftur á móti í sér að skortur er á nauðsynlegri athöfn sem getur leitt til neikvæðrar afleiðingar á heilsufar og þroskaferli barnsins. Til að koma í veg fyrir misbrest í uppeldi hafa ýmis lög, stofnanir og embætti verið sett með það að markmiði að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Má þar meðal annars nefna barnalög, barnaverndarlög, umboðsmann barna og síðast en ekki síst Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þó að það hafi verið komið upp viðamiklu kerfi til að sporna gegn ofbeldi og vanrækslu barna er raunin sú að sum börn lifa við óviðunandi aðstæður í samfélaginu, en samkvæmt fjölmörgum rannsóknum sem hafa verið gerðar á misbresti í uppeldi barna leiða niðurstöður í ljós að ofbeldi og/eða vanræksla í æsku getur leitt til hegðunarerfiðleika og félagslegra, andlegra og tilfinningalegra vandkvæða. Til að draga úr þeim afleiðingum og tryggja að aðbúnaður barnanna versni ekki er það hlutverk ríkisins og sveitarfélaganna að sjá fyrir viðeigandi úrræðum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða afleiðingar hefur ofbeldi og vanræksla á börn? Hvernig er staðið vörð um öryggi og aðbúnað barna hér á landi? Hvaða úrræði eru í boði fyrir börn sem hafa upplifað ofbeldi og vanrækslu?

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-rigerð.pdf717.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna