is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8048

Titill: 
  • Vilja leikskólakennarar sjá breytingar á launakerfi sínu í takt við hugmyndir mannauðsstjórnunar um árangurstengd laun?
  • Titill er á ensku Do kindergarten teachers want to see a change in their payroll system in line with the ideas of human resource management performance reward?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna launakerfi leikskólakennara og fá álit þeirra og leikskólastjóra um hvort hægt sé að tengja laun leikskólakennara við frammistöðu, það er frammistöðutengd laun/árangurstengd laun. Tekin voru einstaklingsviðtöl við starfandi leikskólastjóra og leikskólakennara sem og fyrrverandi formann Félags leikskólakennara.
    Helstu niðurstöður eru þær að leikskólakennarar og leikskólastjórar telja laun stéttarinnar ekki sanngjörn miðað við kröfur og ábyrgð starfsins. Áhugi á sjálfu starfinu skipar stærstan sess í starfsánægju leikskólakennara. Launaþátturinn hefur lítið vægi í starfsánægju leikskólakennara. Leikskólastjórar telja að leikskólakennarar helgi sig starfinu vegna áhuga þeirra á að starfa með börnum og að fáir hætti á leikskóla vegna launakjara. Leikskólastjórar virðast ekki reyna að halda í starfsfólk sem er óánægt með launin. Þeir eru fengnir að losna við launaumræðu hjá leikskólakennurum og geta þannig lagt meiri áherslu á faglegu hlið skólans.
    Leikskólastjórar og leikskólakennarar vilja einungis sjá hækkun á grunnlaunum. Leikskólastjórar og leikskólakennarar telja að árangurstengd laun sé ekki sú leið sem á að fara til að efla launabaráttu stéttarinnar. Leikskólakennarar telja að árangurstengd laun skapi ójöfnuð milli starfsmanna og skemmi þann góðan starfsanda sem ríkir á leikskólum.
    Leikskólastjórar eru ekki sammála þegar kemur að því að meta frammistöðu leikskólakennara. Sumir telja það vel hægt en erfitt sé að hækka laun þeirra þar sem leikskólastjórum er settur þröngur rammi í fjárhagsáætlun. Aðrir leikskólatjórar telja það vel hægt en vilja gjarnan sleppa við frammistöðumatið. Einnig voru leikskólastjórar sem töldu það alls ekki hægt að meta frammistöðu leikskólakennara með tilliti til þess að hækka laun þeirra.
    Að auki kemur fram í rannsókninni að breytingar á efnahagsástandi hefur haft jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir leikskóla. Það er auðveldara að manna leikskóla og minni hreyfing er á starfsfólki. En leikskólastjórar og leikskólakennarar eru ósáttir við að eiga að vera með í þeim niðurskurði sem á sér stað hjá mörgum stéttum og stofnunum á Íslandi um þessar mundir. Leikskólastjórar telja að leikskólar hafi verið mjög vel reknir þegar góðærið var og hafi þá þurft að sætta sig við undirmönnun og ekki fengið neinar aukagreiðslur vegna þess.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_ritgerd 031074-5849 Heimildaskrá.pdf153.12 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
ms_ritgerd 031074-5849.pdf574.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna