is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8051

Titill: 
  • „Hjálp til sjálfshjálpar.“ Áfangaheimilið Vernd
  • Titill er á ensku "Readjusting to society." Halfway-house Vernd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um afplánun utan fangelsis með sérstakri áherslu á Áfangaheimilið Vernd sem rekið er af félagasamtökunum Vernd í samstarfi við Fangelsismálastofnun ríkisins. Þar geta fangar fengið að ljúka afplánun refsidóms eftir að hafa afplánað hluta hans í fangelsi, en þetta er liður í samfélagslegri aðlögun fanga að lokinni refsivist. Framkvæmd var eigindleg rannsókn á áfangaheimilinu með hálf-opnum viðtölum við tvo heimilismenn sem þar dvöldu og var markmiðið að fá fram viðhorf þeirra og upplifun af Vernd. Einnig var rætt við formann Verndar sem gaf haldgóðar upplýsingar um hugmyndafræði Verndar, virkni úrræðisins og hvað það feli í sér. Í fyrri hluta ritgerðar er farið yfir helstu kenningar og sjónarhorn afbrotafræðinnar. Farið verður yfir önnur úrræði en fangelsun, hvaða úrræði eru í boði hér á landi og hvað felst í þeim. Farið verður sérstaklega í sögu Verndar og hugmyndafræði. Í seinni hlutanum er farið yfir framkvæmd rannsóknar og gagnasöfnun auk þess sem farið er í helstu niðurstöður og fjallað um þau fjögur megin þemu sem greind voru úr viðtölunum. Að lokum eru niðurstöðurnar teknar saman í stuttu máli í niðurlagi ritgerðarinnar.
    Niðurstöðurnar sýna að heimilismenn á Áfangaheimilinu Vernd eru nokkuð ánægðir með úrræðið og telja það hjálpa föngum eftir afplánun að koma sér af stað aftur út í lífið og aðlagast samfélaginu á ný. Mikilvægast er að þeir fá tækifæri til að styrkja tengsl við fjölskyldu og vini, þeir þurfa að vinna eða vera í skóla á meðan á dvöl stendur auk þess sem ákveðin meðferðarstefna er í gangi til að hjálpa þeim, sem þurfa, að takast á við áfengis- og vímuefnavanda. Strangar reglur gilda um dvölina á Vernd og má líta á þær sem hluta af þeirri refsingu sem verið er að afplána fyrir og fela í sér nokkur óþægindi fyrir heimilismenn. Vernd setur sér það markmið að hjálpa föngum að uppfylla samfélagslegar skyldur sínar, en það er svo undir viðkomandi heimilismönnum komið að standa sig eftir að afplánun lýkur. Það er því ákveðin hjálp til sjálfshjálpar fólgin í dvölinni á Vernd.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjálp til sjálfshjálpar Áfangaheimilið Vernd.pdf497.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna