is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8052

Titill: 
  • „Svo rosalega ekkert búinn að ákveða mig!“ Hugmyndir nemenda í 10. bekk um nám að loknum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í það hvað nemendur í 10. bekk sjá fyrir sér að taki við hjá þeim að loknu skyldunámi í grunnskóla. Áhersla var lögð á að fá fram fyrirætlanir þeirra og hugmyndir hvað varðar framhaldsnám, hvað þeir töldu að hafi haft hvað mest áhrif á ákvarðanatöku þeirra, hvaðan nemendur telji að þeir fái helst upplýsingar um nám og skóla og hvaða væntingar þeir hafa til framhaldsnámsins. Eigindleg aðferðafræði varð fyrir valinu en tekin voru opin viðtöl við ellefu nemendur í 10. bekk.
    Í ljós kom að allir nemendurnir voru ákveðnir í að fara í framhaldsskóla en margir voru ekki alveg ákveðnir með hverskonar nám þeir vildu stunda eða í hvaða skóla þeir ætluðu. Upplýsingar um framhaldsskólana segjast nemendur fá frá fjölskyldu sinni, af netinu og sumir töluðu um fræðslu frá náms- og starfsráðgjafa. Enginn hafði leitað sérstaklega til náms- og starfsráðgjafa til að fá upplýsingar. Þegar rætt var við nemendur um væntingar þeirra til framhaldsnámsins tjáðu þeir sig um tilfinningar eins og tilhlökkun og kvíða.
    Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist þeim sem koma að því að uppfræða ungt fólk um nám og störf á þessum miklu tímamótum sem skilin á milli grunn- og framhaldsskóla eru og geri þeim kleift að veita þann stuðning sem þarf til að umskiptin gangi sem best fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_SigrunAnnaOlafsdottir.pdf734.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna