is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8054

Titill: 
  • Markþjálfun og handleiðsla. Leiðir til árangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún fjallar um notkun markþjálfunar og handleiðslu á leið einstaklinga, fyrirtækja og stofnana til árangurs, með sérstakri áherslu á aðkomu félagsráðgjafa. Rannsóknarspurningarnar voru; „Á hvaða hátt sker markþjálfun sig frá handleiðslu?“ og „að hvaða leyti getur reynsla félagsráðgjafa nýst vel í markþjálfun?“. Til þess að svara spurningunum var leitast við að draga upp heildræna mynd af því hvað felst í markþjálfun annars vegar og handleiðslu hins vegar. Við heimildaöflun var notast við bókasafnskerfið Gegni, gagnagrunnana ProQuest og hvar.is, ásamt því að leita heimilda á leitarvefnum Google. Í ritgerðinni er því haldið fram að markþjálfun og handleiðsla séu greinar með svipuð markmið að leiðarljósi, en ólíkar aðferðir til aðstoðar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum við faglega og persónulega þróun, sem og í leit þeirra að lausnum tiltekinna vandamála. Jafnframt er því haldið fram að færni, menntun og reynsla félagsráðgjafa, þar á meðal í handleiðslufræðum, henti vel í hlutverki markþjálfa.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - Markþjálfun og handleiðsla - Leiðir til árangurs.pdf991.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna