is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8058

Titill: 
 • Merkingarfræðileg samþætting upplýsinga milli upplýsingaskrár sjúklings í SÖGU og öldrunarmatstækisins RAI-PAC
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Góð heilbrigðisþjónusta er grunnur að góðu lífi borgaranna, en kostnaður við heilbrigðisþjónustu hefur vaxið ár frá ári. Þáttur sem talinn er mikilvægur til að minnka útgjöld er að innleiða rafræna skráningu hjá öllum þeim sem starfa við heilbrigðisþjónustu og samnýta upplýsingar milli stofnana og kerfa.
  Hjúkrunarfræðingar á öldrunarlækningadeildum Landspítala safna upplýsingum um sjúklinga bæði í upplýsingaskrá sjúklings (eining í SÖGU) og öldrunarmatskerfið RAI-PAC. Þetta eru rafræn kerfi sem eru hluti af rafrænni sjúkraskrá.
  Uppbygging upplýsingaskrár sjúklings og RAI-PAC er ólík og ekki nein tenging á milli þeirra. Hins vegar eru líkur á að aflað sé upplýsinga um mörg sambærileg atriði á báðum stöðum og þau því tvískráð.
  Markmiðið með verkefninu var að minnka tvískráningu, bæta öryggi í skráningu og bæta aðgengi að upplýsingum, með hagkvæmni og betri þjónustu við sjúklingana að leiðarljósi.
  Efnisatriði úr upplýsingaskrá sjúklings og RAI-PAC voru borin saman. Atriði voru flokkuð og varpað í báðar áttir, frá upplýsingaskrá yfir í RAI-PAC og frá RAI-PAC yfir í upplýsingaskrá. Þegar atriðin höfðu verið flokkuð var varpanleiki þeirra metinn. Í upplýsingaskrá sjúklings í SÖGU á öldrunardeildum eru 230 efnisatriði en í RAI-PAC eru 200 efnisatriði. Tvískráð og varpanleg atriði frá upplýsingaskrá yfir í RAI-PAC voru 84 atriði. Frá RAI-PAC yfir í upplýsingaskrá voru tvískráð og varpanleg atiði 84.
  Meginviðfangsefni verkefnisins var merkingarfræðileg samþætting upplýsinga úr tveimur ólíkum upplýsingakerfum sem notuð eru á öldrunardeildum Landspítala. Þegar farið verður í tæknilega samþættingu, verður að horfa til þess að RAI-PAC er kerfi sem ekki er leyfilegt að breyta en upplýsingaskráin er lifandi plagg í þróun og hægt að aðlaga að RAI-PAC.
  Lykilorð: Rafræn sjúkraskrá, hjúkrunarskráning, öldrunarmatskerfi, tvískráning, samþætting gagna, vörpun.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Good health care is fundamental to the happiness of citizens, but the cost of health care has grown year by year. Deemed most important in minimizing fees is the introduction of electronic record keeping by all who work in the health care industry and share information between departments and systems. It is necessary to maintain reliable and pertinent information on the patients needs, treatments that are given and the results of such treatments.
  The nurses at the Geriatric Department of Landsspítali gather patient information both in the nursing assessment module in the EHR system SAGA and the geriatric assessment system RAI-PAC. The foundations of the nursing assessment module and RAI-PAC are different and there is no connection between them. When the specific differences were reviewed, similar and duplicated entries were discovered
  The aim of this project was to decrease duplication, increase security of the registry and increase access to the information, with more efficiency and better service to the patients.
  Components from the nursing assessment module and RAI-PAC were compared. The items were categorized and mapped in both directions, from the nursing assessment module to RAI-PAC and from RAI-PAC to the nursing assessment module. When the components had been classified, the integration was measured. In the nursing assessment of the Geriatric department, 230 items were classified. In RAI-PAC there are 200 items. Duplication and integration of items from nursing assessment to RAI-PAC were 84 items. From RAI-PAC to the nursing assessment, the duplicated and integration of items measured 84 items
  The main object of this project was semantic integration of information from two different information systems used in the Geriatric department of Landspitali. When technical integration of the information is implemented one has to take into consideration that RAI-PAC is a system that prohibits modifications, but the nursing assessment is in development and changes can be adapted to RAI-PAC if decisions are made in that direction.
  Keywords: Electronic health record, nursing documentation, resident assessment instrument, duplicate documentation, interoperability, mapping.

Samþykkt: 
 • 29.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Merkingarfræðileg samþætting upplýsinga milli upplýsingaskrár sjúklings í SÖGU og öldrunarmatstækisins RAI-PAC.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna