en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8060

Title: 
 • Title is in Icelandic Upplifun flugfreyja og hjúkrunarfræðinga á tilfinningalegri áreynslu í starfi
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar rannsóknar er þríþætt. Í fyrstu er fræðileg umfjöllun þar sem fjallað er um helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir á hugtökunum tilfinningaleg áreynsla í starfi (e. emotional labor), starfsánægja og streita. Því næst er rannsókn sem gerð var á meðal flugfreyja og hjúkrunarfræðinga þar sem skoðuð er upplifun þeirra á tilfinningalegri áreynslu í starfi og áhrifum hennar. Að lokum eru svo helstu niðurstöður teknar saman og þær bornar saman við fræðin.Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem viðtöl voru tekin við fjórar starfandi flugfreyjur hjá Icelandair og fjóra hjúkrunarfræðinga á göngudeild geislameðferðardeildar Landspítalans, allt konur.
  Þær rannsóknarspurningar sem lagt er upp með eru:
  -Hafa flugfreyjur frekar en hjúkrunarfræðingar tök á því að forðast aðstæður þegar tilfinningaleg áreynsla í starfi verður of mikil?
  -Veldur tilfinningaleg áreynsla í starfi streitu hjá flugfreyjum og hjúkrunarfræðingum?
  -Hefur það áhrif á starfsánægju flugfreyja og hjúkrunarfræðinga að geta sett sig í tiltekið hlutverk í starfi?
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þegar kröfur um tilfinningalega áreynslu verða of miklar þá hafa flugfreyjur betri tök á því að forðast þær aðstæður, með því að biðja samstarfsfélaga um að hlaupa í skarðið, heldur en hjúkrunarfræðingarnir. Ástæða þess virðist helst vera ólíkt eðli starfanna sem og sú nána og persónulega tenging sem verður oft á milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, sem veldur því að þær grípa ekki til þess að fara úr aðstæðunum fyrr en þær eru orðnar þannig að það er ekki lengur innan þeirra starfssviðs að takast á við þær. Niðurstöður rannsóknar standast ekki þá kenningu að tilfinningalega áreynsla í starfi sé streituvaldandi þar sem hvorug stéttin tók undir það. Þá virðist sem reynsla og sérstakir persónulegir eiginleikar viðmælenda hafi áhrif á að þeir upplifa ekki streitu vegna tilfinningalegrar áreynslu. Niðurstöður benda einnig til þess að sá möguleiki á að geta sett sig í tiltekið hlutverk í starfi hefur ekki endilega bein áhrif á starfsánægju í þessum starfsstéttum. Bæði flugfreyju- og hjúkrunarfræðistörfin eru krefjandi tilfinningalega séð og viðskiptavinahópur sem þau fást við er mjög breiður og þar af leiðandi eru kröfur og væntingar af ýmsum toga, því hafa þeir sem sinna þessum störfum oft þörf fyrir einstaka eiginleika til að takast á við þessar kröfur.

Accepted: 
 • Apr 29, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8060


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_Eva_Dögg_Jónsdóttir.pdf1.6 MBLockedHeildartextiPDF