is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8061

Titill: 
  • Baráttan gegn einelti. Aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er einelti í grunnskólum og ber hún yfirskriftina Baráttan gegn einelti. Fjallað er um helstu þætti eineltis, birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar og farið yfir skilgreiningar á einelti. Rannsóknir sýna að afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar og að margir líða fyrir einelti í æsku. Gerð er grein fyrir einelti í grunnskólum en sýnt hefur verið fram á að algengt er að grunnskólanemendur verði fyrir einelti á skólatíma. Stiklað verður á stóru um þau úrræði sem eru í boði, bæði innan skólans sem og utan skólans. Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um félagsráðgjöf og þá sérstaklega félagsráðgjöf innan íslenskra grunnskóla. Einnig verður gerð grein fyrir þeirri fræðslu sem tengist einelti í námi félagsráðgjafar og leitað svara við því á hvern hátt félagsráðgjöf og störf félagsráðgjafa geta hjálpað í baráttunni gegn einelti.
    Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar, hvort sem um ræðir fyrir einstaklinginn, fjölskylduna eða samfélagið. Félagsráðgjafar eru þjálfaðir til að kljást við, ráðleggja og nálgast vandamál á lausnamiðaðan hátt. Þetta geta verið vandamál bæði á einstaklings- og samfélagsstigi sem oftar en ekki má rekja til afleiðinga eineltis. Samt sem áður fá félagsráðgjafar í grunnnámi sínu enga eða mjög takmarkaða fræðslu um forvarnir, ráðgjöf eða aðgerðir gegn einelti.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baráttan gegn einelti.pdf788.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna