is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8067

Titill: 
  • Barnahermenn. Saklaus fórnarlömb eða kaldrifjaðir morðingjar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð fjallar um gerendahæfni (e. agency) barnahermanna. Undanfarin ár hafa umfangsmiklar samfélagsbreytingar átt sér stað er varða rannsóknir á börnum og barnæsku. Staða barna innan mannfræðinnar hefur styrkst og hefur rannsóknum bæði á og með börnum fjölgað. Vestrænar hugmyndir sem líta svo á að börn séu saklausir og viðkvæmir einstaklingar hafa átt stóran þátt í að skilgreina þá lagaramma sem snúa að barnahermönnum. Í kjölfarið hafa ýmis atriði varðandi veruleika barnahermanna verið hunsuð. Til að mynda er þátttaka stúlkna í vopnuðum átökum að aukast en þegar rætt er um barnahermenn er sjaldnast talað um herstúlkur, aðeins herdrengi. Gerendahæfni barnahermanna er bæði viðkvæmt og flókið mál. Afar einfölduð mynd hefur verið dregin upp af barnahermönnum í fjölmiðlum og almennri orðræðu þar sem barnahermenn eru sýndir annað hvort sem fórnarlömb eða kaldrifjaðir morðingjar. Slík einföldun gerir lítið annað en að fjarlægja umræðuna um barnahermenn frá raunveruleikanum. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að barnahermenn eru á gráu svæði. Líkt og orðið barnahermenn sem kann að hljóma eins og þversögn, eru þau bæði gerendur og þolendur. Þau hafa gerendahæfni sem gerir þeim kleift að taka ákvarðanir innan þess ramma sem þeim er gefinn en þau eru jafnframt fórnarlömb aðstæðna sem þau ráða ekkert við.
    [Lykilhugtök: barnæska, mannfræði, barnahermenn, gerendahæfni, sáttmálar, endurhæfing]

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð, Margrét Lúthersd.pdf385.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna