is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8070

Titill: 
 • Birtingarmynd kvenna í Nýju Lífi 1978-2009. Frelsandi? Íþyngjandi? Breytileg? Stöðnuð?
 • Titill er á ensku Portrayal of woman's images in Nýtt Líf 1978-2009
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er gerð grein fyrir var að skoða breytingar á birtingarmynd kvenna í tímaritinu Nýju Lífi. Sjónum var beint að mögulegum áhrifavöldum breytinganna svo sem klám- og kynlífsvæðingu og hvernig aukin atvinnuþátttaka kvenna og aukin virkni feðra í uppeldi barna sinna hefur breytt stöðu kvenna.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar voru notaðar megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Megindlega rannsóknin byggir á myndgreiningu af forsíðum, auglýsingum og tískuþáttum út frá greiningarlíkani félagsfræðingsins Erwing Goffman. Eigindlega rannsóknin byggir á orðræðugreiningu fyrirsagna og feitletraðs texta tímaritsins alls.
  Í ljós kom að birtingarmynd kvenna í Nýju Lífi hefur breyst með árunum. Svo virðist sem konur búi yfir meiri gerendahæfni en áður og að karlar hafi ekki eins leiðandi hlutverk gagnvart konum í dag. Með kynlífsvæðingunni hefur allt umtal um kynlíf aukist og um leið hefur dregið úr feimninni sem því fylgdi.
  Rannsókninni er ætlað að vekja umræðu um það vald sem fjölmiðlar hafa til að viðhalda staðalmyndum og þeir hafa einnig vald til að breyta þeim. Rannsókninni er einnig ætlað að gera okkur kleift að bregðast við sem samfélag og það er okkar að ákveða hvers konar birtingarmynd kynjanna getur talist eðlileg.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to look at the changes of the portrayal of woman’s images in Nýtt Líf, which is an Icelandic fashion magazine. Does sexualisation, and that women are more active in the workforce and fathers play a bigger role in childcare than before change the portrayal of women?
  The study uses both quantitative and qualitative research methods. The quantitative method included analysis of front covers, advertisements and articles about fashion according to Erving Goffman. The qualitative part of the study was based on discourse analysis of headlines and of the text in bold, both on the covers and inside the magazine.
  The results show that the portrayal of woman’s images in Nýtt Líf has changed. It seems that women are shown to be more active than before and that the role of men is not as dominant. With sexualisation discourse about sex has increased and shyness is decreased.
  The study is meant to evoke discussion about the power the media has to maintain or change stereotypes. The study also aims to make people able to react and decide which kind of portrayal of the sexes is normal.

Samþykkt: 
 • 29.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birtingarmynd kvenna í Nýju Lifi 1978-2009.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna