is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8071

Titill: 
  • Innra eftirlit með fjárhagsupplýsingum. Var innra eftirlit með fjárhagsupplýsingum fullnægjandi fyrir bankahrunið 2008 og til dagsins í dag í stærstu bönkum Íslands?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar fræðilega um innra eftirlit í fjármálafyrirtækjum og það lagaumhverfi og regluverk sem er á Íslandi um innra eftirlit og ábyrgð stjórna á því. Skoðað er sérstaklega hvaða breytingar hafa orðið í kjölfar bankahrunsins í október 2008 á lögum er varða ábyrgð stjórna á innra eftirliti, stjórnarháttum fyrirtækja og leiðbeinandi tilmælum frá Fjármálaeftirlitinu. Opinber skilgreining Coso-nefndarinnar á virku innra eftirliti er kynnt og farið er yfir aðferðir sem snúa að innra eftirliti með fjárhagsupplýsingum.
    Rannsókn var gerð á stöðu innra eftirlits bankanna eins og það var fyrir bankahrunið 2008 og í dag út frá viðurkenndum aðferðum Coso-nefndarinnar. Spurningalisti var mótaður út frá meginþáttum innra eftirlits samkvæmt Coso-aðferðafræðinni sem lagður var fyrir í viðtölum við innri endurskoðendur bankanna. Svör við spurningunum voru metin með tölunum 0-3 og niðurstöður dregnar út frá þeim. Að lokum eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar, einnig er fjallað um niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis um innra eftirlit bankanna þriggja sem eru svo bornar saman við niðurstöður sem fengust með þessari rannsókn og rannsóknarspurningunni „var innra eftirlit með fjárhagsupplýsingum fullnægjandi fyrir bankahrunið 2008 og til dagsins í dag í stærstu bönkum Íslands“ er svarað.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innra eftirlit með fjárhagsupplýsingum - Inga Björk Guðmundsdóttir.pdf633.08 kBLokaðurHeildartextiPDF