en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8072

Title: 
  • is Áhugakönnunin Bendill II: Hugsmíða- og samtímaréttmæti meðal háskólanema á Íslandi
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hugsmíða- og samtímaréttmæti áhugakönnunarinnar Bendils II meðal 2.218 háskólanema á Íslandi (1.621 konur og 597 karlar). Hugsmíðaréttmæti var metið með svokölluðu „randomization“ prófi. Í ljós kom að yfirkvarðar Bendils II (Sif Einarsdóttir og James Rounds, 2007), sem voru hannaðir til að meta sex áhugasvið Hollands, falla vel að kenningu hans. Sundurgreinandi aðferð var beitt til að meta samtímaréttmæti yfir- og undirkvarða Bendils II. Niðurstöður sýndu að 28 undirkvarðar Bendils II gátu flokkað þátttakendur á nákvæmari hátt í annars vegar 17 afmörkuð menntunarsvið og hins vegar í 8 almenn menntunarsvið en yfirkvarðar (HVLFAS) gerðu. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við hugsmíða- og samtímaréttmæti Bendils II meðal háskólanema á Íslandi. Það felur í sér að réttmætt er að nota Bendil II og kenningu Hollands í ráðgjöf um náms- og starfsval fyrir háskólanema á Íslandi. Að lokum má draga þá ályktun að undirkvarðar geti verið gagnlegri til að greina áhuga háskólanema á Íslandi á sértækan og einstaklingsmiðaðan hátt en sex kvarðar Hollands gera.

Accepted: 
  • Apr 29, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8072


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
IngunnMargretAgustsdottir.pdf390.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open