is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8075

Titill: 
  • Hafa vextir áhrif á atvinnuleysi? Greining reynslunnar í 17 OECD-löndum, 1966-2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Atvinnuleysi fór almennt hækkandi í hinum vestræna heimi eftir 1970 og hélst hátt fram á tíunda áratuginn þegar það tók smám saman að lækka. Samhliða þessari aukningu atvinnuleysis hækkuðu raunvextir en jafnframt lækkuðu þeir undir lok 20. aldarinnar. Rökrétt er því að kanna hvort langtímasveiflur atvinnuleysis megi skýra með raunvaxtastigi. Í þessari ritgerð verður leitað svars við þeirri spurningu og sambandið skýrt með frumþáttagreiningu og hagrannsóknamati á gögnum sem ná til 17 landa yfir 44 ára tímabil.
    Almennt fylgjast frumþættir atvinnuleysis og raunvaxta vel að með einstaka undantekningum. Á áttunda áratugnum hækkaði olíuverð mikið og í kjölfarið jókst atvinnuleysi þó að raunvextir hafi lækkað vegna verðbólguskots. Upp úr 1980 skáru seðlabankar upp herör gegn verðbólgunni og hækkuðu vexti mikið undir forystu Paul Volcker í Bandaríkjunum og Margaret Thatcher í Bretlandi. Eftir þann tíma tóku seðlabankar völdin og áhrif raunvaxta á atvinnuleysi urðu skýrari. Fram til um 1980 réð olíuverð mestu um atvinnuleysi en eftir að trúverðugleiki seðlabanka og bundnari verðbólguvæntingar náðu fótfestu höfðu raunvextir meira að segja um langtímasveiflur atvinnuleysis.
    Dæmi eru um undantekningar í þróun raunvaxta og atvinnuleysis þegar ferlarnir aðskiljast í einstaka löndum. Þær undantekningar má rekja til þátta sem eiga við um framboðshlið hagkerfisins, til dæmis vinnumarkaðsaðgerðir. Slík þróun sést einkum hjá löndum sem hafa þurft að takast á við grundvallarvandamál í skipulagi hagkerfisins, eins og Japan og Þýskaland. Sambærileg þróun frumþátta og ítarlegt mat á sambandi vaxta og atvinnuleysis út frá VEC-líkani rennir stoðum undir þær kenningar sem lýsa áhrifum raunvaxta á atvinnuleysi.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafa vextir áhrif á atvinnuleysi?.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna