is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8076

Titill: 
  • Vegalaus börn í Evrópu. Réttur þeirra til alþjóðlegrar verndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn sem eru á vergangi utan landamæra heimalands síns og eru aðskilin forsjáraðilum sínum kallast vegalaus börn. Mismunandi aðstæður liggja að baki en sum þeirra flýja meðal annars fátækt og neyð á meðan önnur flýja stríðsástand eða ofsóknir. Hluti vegalausra barna hefur verið seldur mansali, sem er verslun með fólk, og hafa verið þvinguð í vændi eða til þess að stunda þjófnað. Mikilvægt er að veita öllum vegalausum börnum alþjóðlega vernd eins og hæli eða leyfi til dvalar vegna þess hversu berskjölduð þau eru. Flest vegalaus börn leita verndar í Evrópu og ber Evrópuþjóðunum meðal annars að veita þeim vernd samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Evrópuráð og Evrópusamtökin um vegalaus börn hafa meðal annars gefið út leiðbeiningar og tilmæli er varðar málsmeðferð vegalausra barna sem byggja á því að taka ákvarðanir sem eru barni fyrir bestu. Ýmislegt hefur þó verið ábótavant í málsmeðferð þessara barna þar sem réttur þeirra hefur ekki verið virtur til fulls af aðildarríkjum Evrópuráðsins. Í Evrópu leituðu um 15.100 börn verndar árið 2009 en ýmislegt bendir til þess að það sé einungis toppurinn af ísjakanum og að umfangið gæti verið allt að 100.000 vegalaus börn hverju sinni. Niðurstöður könnunar sem send var á allar barna-verndarnefndir á Íslandi benda til þess að Ísland hafi ekki sloppið við vandann og að hingað hafi komið vegalaus börn.
    Þróun málefnisins í Evrópu og réttur vegalausra barna til alþjóðlegrar verndar verður skoðað í þessari ritgerð. Einnig verður skoðað hvernig þekking og reynsla félagsráðgjafa í vinnu með innflytjendum og af barnaverndarstörfum getur nýst vegalausum börum. Til þess að varpa ljósi á hversu ólík mál vegalausra barna eru þá verður málefnið skoðað nánar á Norðurlöndunum og á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlín Sæþórsdottir ritgerd.pdf754.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna