en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8078

Title: 
  • Title is in Icelandic Líkamslist: Hinn skreytti líkami og margvíslegar táknmyndir hans
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í árþúsund hefur fólk víðsvegar um heiminn merkt líkama sína sem tákn um siðmenningu, einstaklingseðli og félagsleg kennimörk. Líkamsskreytingingar fela í sér allar þær breytingar og þann hátt sem mannslíkaminn hefur verið skreyttur frá örófi alda. Þær eru stundaðar í öllum samfélögum á einn eða annan hátt. Með skreytingum á líkama okkar miðlum við upplýsingum til annara, upplýsingum um hver við erum. Allt frá trú og uppruna til drauma og uppreisnahugmynda. Líkamslist flytur kraftmikil skilaboð um hinn skreytta aðila. Litir, hönnun og tækni eru hluti af sjónrænu tungumáli sem hefur sérstaka menningarlega merkingu. Til að ráða fram úr skilaboðum sem þessum þarf að skilja þau sameiginlegu tákn, mítur, félagslegu gildi og minningar einstaklingsins sem settar eru á líkamann.
    Í þessari ritgerð er tekin fyrir líkamsmálun, rispun og húðflúrun. Skoðaðar eru hinar ýmsu birtingarmyndir sem þessar líkamsskreytingar hafa í mismunandi menningarsamfélögum. Hvaða félagslegu gildi þau hafa í samfélaginu. Jafnframt verður fjallað um líkamslist út frá fagurskyni.

Accepted: 
  • Apr 29, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8078


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
skemma-BA_snidmat-fífa3.pdf207.74 kBLockedForsíðaPDF
skemma-BA_snidmat-fífa3.2.pdf1.87 MBLockedMeginmálPDF