is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8079

Titill: 
  • Hvernig gagnast SMT skólafærni nemendum í grunnskóla? Skólafélagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar samfélagsbreytingar og í kjölfarið hafa skólar landsins tekið í auknum mæli þátt í uppeldi barna og félagsmótun þeirra. Á þann hátt hafa skólar áhrif á afdrif og aðlögun þessara einstaklinga að samfélaginu. Mörg úrræði eru til sem eiga að efla félagsfærni barna og með einum eða öðrum hætti sporna gegn hegðunarvanda þeirra.
    Eitt af þessum úrræðum er PMT foreldrafærni (e. parent management training) (PMT)en það er aðferð sem veitir börnum og unglingum jákvæðan stuðning við æskilega hegðun. Með því er stefnt að því að draga úr eða koma í veg fyrir hegðunarfrávik. Innan þessa kerfis eru verkfæri sem má nýta innan skólasamfélagins en PBS (e. positive behaviour support) er aðferð sem notuð er til aðlögunar þessara verkfæra að skólasamfélaginu. Segja má að PBS sé jákvæður stuðningur við jákvæða hegðun. Í Hafnarfirði hefur sú aðferð verið þróuð og kallast SMT skólafærni. Hún hefur hefur verið innleidd í alla skóla bæði í Hafnarfirði og á Akureyri en æ fleiri sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið. Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um hvernig SMT virkar og hvernig hún getur nemendum í grunnskóla. Einnig verður fjallað um hvernig skólafélagsráðgjafi getur komið að SMT og að lokum skoðaðar rannsóknir og dregnir saman kostir og gallar aðferðarinnar.
    Helstu niðurstöður voru þær að SMT er aðferð með ákveðna vankanta sem þarf að vinna úr og skoða vandlega. Vafasamt er að mati höfundar að gera einstaklinga einsleita og draga úr persónueinkennum þeirra í stað þess að vinna með einstaklingnum og vandamálum hans.

Samþykkt: 
  • 29.4.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig gagnast SMT nemendum í grunnskóla.pdf641.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna