is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8094

Titill: 
  • Lífvirknileidd einangrun efna úr svampinum Halichondria sitiens sem hafa krabbameinsfrumudrepandi áhrif in vitro
  • Titill er á ensku Isolation of bioactive metabolites from the sponge Halichondria sitiens which have cytotoxic effects in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Svampar eru meðal elstu fjölfrumunga heims og eru þekktir fyrir að innihalda mikið magn af annars stigs myndefnum. Efni sem einangruð hafa verið úr svömpum eru úr mörgum efnaflokkum og með mismunandi lífvirkni. Mörg þessara efna hafa sýnt æxlishemjandi og krabbameinsfrumudrepandi eiginleika. Staðsetning Íslands er einstök, hafið sem umlykur landið á sér tvo mismunandi uppruna, kaldur og tiltölulega ferskur sjór kemur frá norðri en heitari og saltari sjór frá suðri. Rannsóknir á efnainnihaldi svampa og annarra sjávarhryggleysingja sem lifa í kringum landið eru tiltölulega nýhafnar og þar sem umhverfi getur haft áhrif á framleiðslu annars stigs myndefna er möguleiki á að sérstakar aðstæður í kringum Ísland geti leitt af sér ný og áhugaverð efni sem gætu leitt til lyfjaþróunar.
    Markmið: Að einangra og byggingarákvarða frumuhemjandi efni úr svampinum Halichondria sitiens sem safnað var í Dýrafirði.
    Niðurstöður: Svampurinn var úrhlutaður og fengust fjórir misskautaðir úrdrættir. Flass kísilgelsúluskiljun og magnbundin háþrýstivökvaskiljun (e. preparative HPLC) voru notaðar við þáttun og einangrun efna úr einum úrdrættinum. Áhrif úrdrátta og fraktiona á frumulifun SKBr3 brjóstakrabbameinsfrumna in vitro voru metin með MTS aðferð og niðurstöðurnar notaðar til að stýra einangrunarferlinu. Reynt var að byggingarákvarða eitt efni sem einangrað var með HPLC út frá prótónurófi en heimtur af efninu voru mjög litlar. Þörf er á því að fá kolefnis- og tvívíð NMR róf til að hægt verði að ljúka við byggingarákvörðunina. Efnið sem einangrað var er sennilega einhverskonar glýkólípíð.
    Ályktun: Rannsóknin leiddi í ljós að úrdráttur af svampinum Halichondria sitiens inniheldur efni sem höfðu frumudrepandi áhrif á SKBr3 brjóstakrabbameinsfrumur in vitro. Valin var ein fraktion eftir flass súluskiljun sem hafði góða frumudrepandi eiginleika til frekari hreinsunar á HPLC og var eitt efni einangrað í litlu magni. Fyrstu niðurstöður gefa tilkynna að efnið sé sennilega einhverskonar glýkólípíð sem hefur krabbameinsfrumudrepandi áhrif in vitro en frekari rannsókna er þó þörf til að ákvarða sameindabyggingu efnisins.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun Þorsteinsdottir_Ms.pdf2.78 MBLokaðurHeildartextiPDF