en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8095

Title: 
  • Title is in Icelandic Samanburður á starfi félagsráðgjafa eftir búsetu: Áhersla á landsbyggðina
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á hvort að munur sé á starfi félagsráðgjafa eftir búsetu. Aðaláhersla er á starf félagsráðgjafa á landsbyggðinni en starfið á höfuðborgarsvæðinu er notað til viðmiðunar. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sex félagsráðgjafa hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Voru þeir valdir eftir búsetu og var þeim skipt upp í þrjá flokka. Tveir félagsráðgjafar störfuðu á höfuðborgarsvæðinu, tveir þeirra í millistóru sveitarfélagi og tveir voru einyrkjar. Fram kom munur á starfi félagsráðgjafa eftir búsetu samkvæmt upplifun þeirra sem tóku þátt í þessari rannsókn. Felst þessi munur þá helst í mikilli nálægð við skjólstæðingana á landsbyggðinni sem á sér ekki stað á höfuðborgarsvæðinu. Félagsráðgjafar á landsbyggðinni þurfa því frekar að glíma við togstreitu á milli faglega hlutverksins og þess persónulega. Það þurfa félagsráðgjafar á höfuðborgarsvæðinu síður að gera. Einnig geta félagsráðgjafar á höfuðborgarsvæðinu sérhæft sig meira og farið eftir áhugasviði sínu en félagsráðgjafar á landsbyggðinni eru að glíma við öll þau verkefni sem falla undir lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsráðgjafastarfið á landsbyggðinni einkennist því einna helst af nánd við skjólstæðingana, mikilli fjölbreytni og lítilli sérhæfingu. Má segja að það geti verið bæði kostur og galli.

Accepted: 
  • May 2, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8095


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-LOKAEINTAK-PDF.pdf864.95 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Fylgiskjöl við BA-ritgerðina-PDF.pdf258.81 kBOpenFylgiskjölPDFView/Open