en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8097

Title: 
  • Title is in Icelandic Börn fanga. Áhrif fangelsunar foreldra á börn þeirra
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um þau áhrif sem fangelsun foreldra getur haft á börn þeirra. Vegna fangelsunarinnar þurfa börn fanga að kljást við margþættar afleiðingar þess að verða viðskila við foreldri sitt. Þau eru til að mynda líklegri til að kljást við ýmis sálræn vandamál svo sem þunglyndi, kvíða og hegðunarerfiðleika. Einnig benda rannsóknir til þess að börnin glími við ýmsan félagslegan vanda og séu til að mynda mun líklegri en önnur börn til að upplifa fátækt, tíða flutninga, vandamál í skóla og fíkniefnaneyslu fjölskyldumeðlima. Börnum fanga er einnig hættara við að leiðast út í afbrot en rannsóknir sýna að þau séu fimm sinnum líklegri en önnur börn til að lenda í fangelsi áður en fullorðinsárum er náð.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að hérlendis séu sérhæfð úrræði til handa börnum fanga og fjölskyldna þeirra lítil sem engin. Vegna manneklu gefst starfsfólki Fangelsismálastofnunar ríkisins lítill tími til að sinna mikilvægum stuðningi og fræðslu. Þekkingarleysi réttarvörslu-, mennta- og félagslega kerfisins er algert um þarfir þessara barna. Mikilvægt er að byggja upp öflugt samstarf þeirra í milli svo börn fanga og fjölskyldur þeirra fái þann mikilvæga stuðning sem þau þarfnast. Rannsóknir sýna einmitt að aðstandendur fanga þarfnast hvað mest stuðnings og fræðslu við upphaf og lok afplánunar.

Accepted: 
  • May 2, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8097


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð Sigríður Valdimarsdóttir 070983-3389.pdf783.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open