Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8098
Tilgangur þessarar ritgerðar var að skoða hvernig fullnusta refsinga færi fram hjá sakhæfum börnum en ekkert unglingafangelsi er að finna hér á landi. Hópurinn sem var skoðaður samanstendur af börnum á aldrinum 15‐18 ára sem brotið hafa gegn lögum. Þá var einnig skoðað hvernig fullnustu refsingar er háttað í nokkrum öðrum löndum til samanburðar og hvort læra má eitthvað af þeim sem Íslendingar gætu nýtt sér. Verkefnið er byggt upp sem heimildaritgerð og voru helstu niðurstöður á þá leið að þrátt fyrir að þessi aldurshópur standi að stórum hluta allra afbrota, þá virðast ekki margir fá óskilorðsbundinn dóm. Nokkrir einstaklingar, sem hljóta óskilorðsbundinn dóm, afplána hann á meðferðarheimilum en fáeinir í fangelsum landsins. Þegar börn eru vistuð með fullorðnum föngum er það brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Íslendingar búa ekki yfir neinni stofnun sem er sérhönnuð fyrir sakhæf börn. þegar börn komast í kast við lögin er algengast að mál þeirra séu leyst með ákærufrestun, sáttamiðlun eða þau hljóti skilorðsbundinn dóm.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Asgeir.pdf | 383.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |