is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8102

Titill: 
  • Ferðaþjónusta við Mývatn utan háannatíma: Staða, tækifæri og vandamál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni og markmið þessara skrifa var að greina og túlka stöðu Mývatnssveitar þegar kemur að ferðaþjónustu og möguleikum hennar utan sumartímans. Með það að leiðarljósi var rannsakað hver staða svæðisins væri, hvaða tækifæri væru þar til staðar sem ekki væru nýtt sem skildi ásamt því að kynna þau vandamál sem standa svæðinu fyrir þrifum og hugsanlegar lausnir á þeim. Við rannsóknina var rýnt í þau tölugögn sem til staðar eru ásamt því að skoða skýrslur og önnur gögn eftir því sem við átti. Einnig var farið um svæðið og það skoðað ásamt því að ræða við fólk sem vel þekkir til málanna.
    Í ljós kom að margt er hægt að bæta til mikilla muna til að auka ferðamannastraum utan háannatímans. Ýmis tækifæri eru vannýtt s.s. fuglaskoðun, veiðar og heilsutengd ferðaþjónusta. Það kom einnig í ljós að markaðssetning er ekki nægilega vönduð eða markviss og hana þarf að bæta til mikilla muna. Þar er mikilvægast að koma því á framfæri að Mývatn sem og Norðurland í heild sé fýsilegur áfangastaður jafnt að vetri sem sumri ásamt því að kynna þá möguleika betur sem svæðið hefur uppá að bjóða. Einnig er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi að stuðla að auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll ásamt því að efla þjónustu Norrænu. Einnig er komið inná mikilvægi þess að samhæfa markaðsmál og stefnu svæðisins í uppbyggingarmálum og Mývatnsstofa skoðuð sem hugsanlegur grundvöllur slíkrar samhæfingar.

Athugasemdir: 
  • Prentað eintak er trúnaðarmál til loka 2014.
Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferðaþjónusta við Mývatn utan háannatíma - staða tækifæri og vandamál.pdf586.9 kBLokaðurHeildartextiPDF