en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8104

Title: 
 • Title is in Icelandic Einhverfa: Þjónusta og úrræði fyrir einstaklinga á einhverfurófi á Íslandi
Submitted: 
 • May 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið með ritun þessarar ritgerðar er að fjalla um einhverfu á Íslandi, hver eru helstu einkenni hennar og hvað er hægt að gera til þess að draga úr þeim? Jafnframt verður fjallað um þá þjónustu og úrræði sem einstaklingum á einhverfurófi standa til boða. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hver eru helstu úrræði fyrir einstaklinga með röskun á einhverfurófi á Íslandi?
  Rannsóknarspurningin leiddi í ljós að helstu úrræði fyrir einstaklinga á einhverfurófi eru snemmtæk íhlutun, atferlisþjálfun og skipulögð kennsla. En þessar þrjár meðferðir eru notaðar í miklum mæli þegar unnið er að því að draga úr einkennum einhverfu. Dæmi um úrræði fyrir fjölskyldur eru skammtímavistun og stuðningsfjölskyldur. En þau úrræði eru í boði fyrir börn á einhverfurófi til þess að létta á álagi fjölskyldna sem myndast við að hafa fatlað barn inni á heimilinu en rannsóknir hafa sýnt að streitueinkenni eru mun algengari hjá foreldrum barna á einhverfurófi en foreldrum barna sem þroskast eðlilega. Þrátt fyrir að gerðar hafi verið margar rannsóknir á orsökum einhverfu hefur ekki verið hægt að finna beina orsök hennar. Samt sem áður hefur verið fundið út að orsakir einhverfu eru af líffræðilegum þáttum. Oft á tíðum eru einstaklingar á einhverfurófi með aðrar fatlanir eða sjúkdóma samhliða einhverfunni.
  Félagsráðgjafar starfa með einstaklingum á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Stuðningur og ráðgjöf geta verið mikilvæg fyrir fjölskyldur. Félagsráðgjafar geta bent fjölskyldum á þau úrræði sem standa þeim til boða, en oft getur verið erfitt að finna alla þá þjónustu sem fjölskyldur hafa rétt á.

Accepted: 
 • May 2, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8104


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaútgáfa ba ritgerðar.pdf567.28 kBLockedHeildartextiPDF