is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8105

Titill: 
 • Stjórnun breytinga í kjölfar samruna í stórum fyrirtækjum og stofnunum
 • Titill er á ensku Managing changes after mergers in medium and large scale organizations
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Megin tilgangur rannsóknarinnar er að gera athugun á framkvæmd breytinga og aðferðum í samruna stórra fyrirtækja og stofnana hér á landi. Rakin eru ýmis sjónarmið um stjórnun breytinga, þörf fyrir breytingastjórnun, þátttakendur og hlutverk þeirra í breytingaferlinu, viðbrögð starfsfólks og andstöðu þess við breytingar ásamt fyrirtækjamenningu og hvað þarf til þess að ná fram árangursríkum breytingum. Framkvæmd við stjórnun breytingaferla er skilgreind og hvernig henni er háttað hjá skipulagsheildum.
  Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem gerð var viðtalsathugun og rætt við tíu sérfræðinga og stjórnendur hjá fjórum fyrirtækjum og einni stofnun sem öll teljast stór á íslenskan mælikvarða. Í viðtölunum er reynt að ná fram mati viðmælenda og varpa ljósi á hvaða aðferðir skipulagsheildir eru að nota við stjórnun breytinga í stórum samruna eða yfirtöku og hvernig er staðið að breytingaferlinu og framkvæmd þess við innleiðingu breytinga. Ályktanir eru síðan dregnar af þessu mati viðmælenda.
  Helstu niðurstöður eru þær að lykilatriði er að setja áætlun og stefnu í upphafi breytinga. Notast er að miklu eða öllu leyti við þekkingu og reynslu starfsfólks skipulagsheilda í breytingaferlum. Utanaðkomandi ráðgjöf er fengin í tilvikum sem snúa eingöngu að ákveðnum stöðum í breytingaferlinu en ekki ferlinu í heild sinni. Niðurstöður gefa til kynna að þær aðferðir sem notaðar eru við stjórnun breytinga í stórum skipulagsheildum samræmist að mörgu leyti kenningum og líkönum breytingastjórnunar þó svo að ekki hafi verið notast við ákveðna aðferð, aðferðafræði eða fræðimann á sviði breytingastjórnunar. Svo virðist sem ágætlega hafi verið staðið að framkvæmd breytingaferlanna og að innleiðing breytinga hafi tekist vel sé á heildina litið þó svo að einhverja hnökra sé alltaf að finna einhvers staðar á leiðinni í átt að breyttri framtíð skipulagsheildar.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this research is to explore how icelandic companies and institutions, medium and large scale, are managing changes after merger or acquisitions. Also is the purpose to find out which methods and approaches large organizations in Iceland are using in the change process and how the implementation of changes was managed. Qualitative reasearch methods were employed in the search for answers. The research is based on in-depth interviews with ten managers and specialists who worked within four companies and one instituition through mergers.
  The research showed the importance of composing strategy and goals in the beginning of the change process. In all cases, the knowledge and the experience of employees within the organizations was used to build up the change process. Organizations were not using a certain method or special theoretician in change management through the whole process, at least not step by step, but all the change processes were very similar to studies of change management. External contractors were used in some steps of the change process. The research also showed that the implementation of changes were successful in all cases, even though there were some difficulties and problems that came up along the way to a changed future of the organizations.

Samþykkt: 
 • 2.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórnun breytinga í kjölfar samruna í stórum fyrirtækjum og stofnunum.pdf815.72 kBOpinnPDFSkoða/Opna