Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8107
Bakgrunnur: Stór hluti þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum eru með einkenni vitrænnar skerðingar og er heilsufar og færni þeirra ekki sú sama og annarra aldraðra. Vegna sérstakra þarfa aldraðra með vitræna skerðingu eru önnur úrræði innan hjúkrunarheimila fyrir þá. Með RAI mælitæki (e. Residents Assessment Instrument) sem gert er þrisvar sinnum á ári á öllum hjúkrunarheimilum gefst kostur á að kanna heilsufar íbúa og gæði hjúkrunar á íslenskum hjúkrunarheimilum.
Tilgangur: Að lýsa heilsufari og færni aldraðra eftir vitrænni skerðingu á hjúkrunarheimilum á Íslandi og bera saman gæði hjúkrunar með tilliti til gæðavísa RAI mats, að teknu tilliti til vitrænnar getu.
Aðferð: Í þessari lýsandi þversniðsrannsókn voru notuð gögn úr RAI gagnagrunni velferðarráðuneytisins. Gögnin voru frá öllum öldruðum á Íslandi sem dvöldu á hjúkrunarheimilum árið 2009. Notað var nýjasta RAI mat frá hverjum einstaklingi að undanskildu fyrsta mati og mati við endurkomu. Í úrtakinu voru 2318 einstaklingar á aldrinum 40 til 104 ára, bæði konur og karlar.
Niðurstöður: Heilsufar aldraðra með vitræna skerðingu á hjúkrunarheimilum á Íslandi var verra og færni minni en þeirra sem voru með meiri vitræna getu. Vísbendingar voru um að gæði hjúkrunar aldraðra með vitræna skerðingu væri lakari en annarra aldraðra. Hlutfall þeirra sem voru með virkan gæðavísi jókst í sextán gæðavísum af tuttugu eftir því sem vitræn skerðing jókst. Hæst hlutfall virkra gæðavísa hjá þátttakendum með mikla vitræna skerðingu voru notkun líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar (89,5%), lítil eða engin virkni (69,5%), þyngdartap (69,4%) og hegðunarvandamál gagnvart öðrum (68,5%).
Ályktun: Niðurstöður gefa til kynna að huga þurfi betur að sérhæfðum þörfum aldraðra með vitræna skerðingu. Þörf er á aukinni sérfræðiþekkingu hjúkrunar inn á íslensk hjúkrunarheimili til sértækari meðferða og úrræða fyrir aldraða með vitræna skerðingu.
Lykilorð: Aldraðir, vitræn skerðing, hjúkrunarheimili, RAI mat.
Background: A large part of residents in nursing homes in Iceland have cognitive impairment and their health status and functional skills are not the same as others’. Because of their special needs, they need special resources. A RAI assessment (Residents Assessment Instrument) is made three times a year in every nursing home in Iceland in order to obtain information about the health status of the residents and the quality of their care.
Purpose: To describe the health status and functional skills of old people who have cognitive impairment, living in nursing homes in Iceland and to compare the quality of care, according to RAI quality indicators, in relation to cognitive impairment.
Methods: This quantitative research is descriptive cross-sectional and data were used from the RAI assessment database of the Icelandic Ministry of Welfare. Data were obtained from all old people living in nursing homes in 2009. The newest assessment was used from each participant. Excluded from the research was the first assessment and the assessment after returning to the nursing home. The sample consisted of 2318 participants, 40 to 104 years old, men and women.
Results: The health status and functional skills of old people in nursing homes in Iceland who had cognitive impairment were worse than that of people who did not have cognitive impairment. Evidence indicated that the care they received was of less quality than that of old people with intact cognitive skills. The percentage of people with an active quality indicator increased in sixteen out of twenty indicators as cognitive impairment increased. The highest percentage of active quality indicator of participants with the most cognitive impairment was the use of physical restraints/safety equipment (89.5%), little or no activity (69.5%), weight loss (69.4%) and behaviour problems towards others (68.5%).
Conclusion: Attention must be paid to the special needs of old people with cognitive impairment. Nursing expertise in specialised care and resources for old people with cognitive impairment is needed in nursing homes in Iceland.
Keywords: Old people, cognitive impairment, nursing home, Residents Assessment Instrument (RAI).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga-Atladottir.PDF | 2.61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |