is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8109

Titill: 
 • Er grundvöllur fyrir markaðssetningu grunnskóla? Samspil um ákvörðun á framtíðarbúsetu og val á grunnskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Við lesningu fræðirita sem þessi ritgerð byggir á, kom greinilega í ljós mikilvægi skóla og menntunar í þjóðfélagi. Skólar teljast vera ein af meginstoðum samfélagsins og orðatiltækið „mennt er máttur“, er hverju orði sannara. Uppeldi og menntun æskunnar eru meðal mikilvægustu verkefna hvers samfélags, ungt fólk á mótunarskeiði dvelst í skólum frá bernsku fram á fullorðinsár. Skólarnir eru ekki einungis stærsta og umfangsmesta hagaflið, heldur einnig félagslega og sálfræðilega eitt sterkasta afl þjóðfélagsins. Grunnskólar eru reknir af sveitarfélögum og eru þeir ein helsta stoð þeirra. Markaðsfræðin gengur út á það að koma sér á framfæri, skapa sérstöðu í hugum fólks með því að bjóða upp á betri vöru en samkeppnisaðilinn. Skólar í dag, eru mikið að gefa sig út fyrir ákveðnar stefnur og leggja mismunandi áherslur á ýmsa þætti í skólastarfinu. Í sumum skólum eru stefnur sem ekki eru í öðrum skólum, þannig skapa þeir sér sérstöðu.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka hversu mikilvægt val á grunnskóla er fyrir foreldra. Rannsakandi ákvað að hanna rannsókn sem væri byggð upp til að komast að því hversu stóran þátt val á grunnskóla hefði á þessa ákvörðun. Ásamt því að sjá álit fólks á starfsháttum skólastarfs með samspili á ákveðnum stefnum og námi barna. Með það í huga, að sjá hvort grunnskólar skipti það miklu máli að sveitarfélög geti nýtt sér það til markaðssetningar. Rannsakandi notaðist við megindlega aðferðafræði í þessari rannsókn og helstu niðurstöður voru fengnar með úrvinnslu ganga í SPSS greiningarforritinu.
  Niðurstöður leiddu í ljós að að tengsl eru milli þess hvar fólk býr og hvar það vill búa í framtíðinni. Einnig eru helstu ástæður foreldra fyrir vali framtíðarbúsetu vegna nálægðar við ákveðinn grunnskóla á meðan barnlaust fólk er að meirihluta óákveðið með hvar það vill búa.
  Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru einsleitur hópur þátttakenda og lítil dreifing á svörum milli sveitarfélaga.

Samþykkt: 
 • 2.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna Sigga Bs lokaverkefni.pdf1.08 MBLokaðurHeildartextiPDF