is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8111

Titill: 
  • Þunganir meðal unglingsstúlkna. Áhrifaþættir og stuðningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um þunganir meðal unglingsstúlkna, áhrifaþætti þess að verða þunguð á unglingsaldri og stuðning sem þörf er á og þann stuðning sem í boði er. Á Íslandi hefur ríkt töluvert umburðarlyndi gagnvart þungunum unglingsstúlkna. Fóstureyðingar og tíðni fæddra barna í þessum aldurshópi hefur verið há en dregið hefur úr henni undanfarin ár. Íslenskir unglingar byrja snemma að stunda kynlíf og töluvert vantar upp á notkun getnaðarvarna og aðgengi að þeim, ásamt því að kynfræðslu er ábótavant. Margvíslegir þættir hafa áhrif á þunganir unglingsstúlkna, einstaklingurinn sjálfur, þroski hans og viðhorf, fjölskylda, vinir og samfélagið í heild. Svara er að leita í stopulli notkun getnarvarna og viðhorfum unglingsstúlkna til barneigna. Rannsóknir hafa sýnt að opinská umræða og náin tengsl í fjölskyldu og sterk sjálfsmynd unglings séu meðal þeirra þátta sem dragi úr líkum á þungun.
    Barneign á unglingsaldri getur haft margskonar neikvæð áhrif í för með sér á líkamlega, andlega og félagslega heilsu móður og barns. Þau glíma oft við ýmis félags- og sálfélagsleg vandkvæði sem geta haft neikvæð áhrif á þroska þeirra og framtíð. Flestar ungar mæður hætta skólagöngu og atvinnuleysi er algengt meðal þeirra. Stuðningur skiptir höfuðmáli hvort tveggja af hálfu fjölskyldu og fagaðila. Stuðningur sem stendur þessum hópi til boða hérlendis frá fagaðilum er heldur ómarkviss. Mikilvægt er að efla félagsráðgjöf á heilsugæslustöðvum og meta aðstæður og stuðningsþarfir hverrar stúlku fyrir sig. Gott samstarf og miðlun upplýsinga er nauðsynleg milli heilbrigðis- og félagsþjónustu um hvaða bjargráð séu viðeigandi hverju sinni til að draga úr líkum á þeim félagslegu vandkvæðum sem þessi hópur er líklegur að glíma við.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf645.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna