is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8113

Titill: 
  • Íslenskir feður og aukin þátttaka þeirra í uppeldi barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um fyrirliggjandi þekkingu á hlutdeild íslenskra feðra í uppeldi barna sinna og hvaða stefna stjórnvalda hefur ýtt undir hana. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvað er vitað um hlutdeild íslenskra feðra í uppeldi barna sinna? Í íslenskri orðabók er hlutdeild skilgreind sem þátttaka eða aðild. Aðallega er litið til hlutdeildar feðra í fjölskyldum þar sem báðir foreldrar búa með börnunum. Þó er staða feðra eftir skilnað eða sambúðarslit aðeins skoðuð. Hér áður fyrr var litið á feður sem fyrirvinnur á meðan mæður báru ábyrgð á búi og börnum. Hlutdeild feðra í uppeldi barna hefur verið að breytast og þátttaka þeirra í uppeldi barna er nú orðin meiri. Ritgerðin er heimildaritgerð og er að miklu leyti stuðst við íslenskar heimildir sem fjalla um efnið. Jafnframt er gerð grein fyrir nokkrum íslenskum rannsóknum sem gerðar hafa verið í tengslum við þetta efni. Niðurstaðan er sú að íslenskir feður eru orðnir virkari þátttakendur í uppeldi barna sinna og virðist stefna stjórnvalda svo sem sjálfstæður réttur þeirra til þriggja mánaða fæðingarorlofs hafa haft jákvæð áhrif á hlutdeild þeirra. Þó er þörf á fleiri rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf668.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna