is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8114

Titill: 
  • Menntun er máttur. Hvaða félagslegu þættir í æsku hafa áhrif á menntunarstig fanga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fangar hætta almennt snemma í skóla og eru því með litla menntun. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara var: Hvaða félagslegu þættir í æsku hafa áhrif á menntunarstig fanga? Ákveðið var að gera heimildaritgerð og notast var við bæði íslenskar og erlendar heimildir. Lífsstíll hefur áhrif á nám og afbrotahegðun unglinga en áfengisdrykkja og vímuefnaneysla eykur líkur áhættuhegðun. Þátttaka í skipulögðum tómstundastarfi dregur úr líkum þess að unglingur tileinki sér lífsstíl vímuefnaneyslu. Góður námsárangur dregur úr líkum á brottfalli og áhættuhegðun og námsörðugleikar hafa öfug áhrif ef ekki er viðeigandi stuðningur til staðar. Sjálfsmynd unglinga skiptir sköpum og tengsl eru milli hennar og menntunar. Fjölskylda hefur gríðarleg áhrif á menntun unglinga og áhættuhegðun. Aukin menntun foreldra eykur líkur á því að unglingur klári framhaldsskólanám. Aðhald, eftirlit og stuðningur dregur úr líkum á brottfalli og áhættuhegðun. Hlutverk skólafélagsráðgjafa í baráttunni gegn brottfalli úr skóla er mikilvægt. Ef félagsráðgjafi starfar í skólum eru meiri líkur á því að hann komi auga á áhættuþætti og þá er auðveldara að koma í veg fyrir þá. Einnig er starf félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun Íslands mikilvægt en mikilvægt er að létta á starfsálagi þeirra.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kvb1-BA ritgerð.pdf533.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna