is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8118

Titill: 
 • Viðhorf til dæmdra barnaníðinga. Barnagirnd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í rannsókn þessari er reynt að greina félagslega stöðu manna er hlotið hafa refsidóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum, hina svonefnda barnaníðinga. Rannsóknir hafa sýnt að barnaníð eða barnagirnd mætir hvað mestum fordómum í samfélaginu (MacAlinden, 2007; Williams og Dragnanich, 2003). Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á viðhorfi íslenskt samfélags til barnaníðinga. Til að afla hennar var eftirfarandi rannsóknarspurning höfð að leiðarljósi: „Hvaða viðhorf mæta mönnum í íslensku samfélagi er hlotið hafa refsidóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum?“
  Gríska orðið paedophilia hefur verið þýtt sem barnagirnd á íslensku. Orðið kemur úr grísku og merkir að elska börn, en í nútímanum merkir það að eiga kynlíf með börnum.Þá er fjallað um kenningar barnagirndar, sálfræði- og félagslegar skýringar á barnagirnd, stimplunarkenninguna, hvernig dæmdum barnaníðingum er fylgt út í samfélagið og meðferðarúrræði sem hafa verið reynd.
  Rannsóknin var framkvæmd með djúpviðtölum við fimm þátttakendur, en þeir höfðu allir fengið þunga refsidóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómar þeirra spönnuðu frá fjórum árum upp í sjö ár. Þátttakendurnir voru allt karlmenn á aldrinum 35-48 ára. Reynt var að afla hvaða merkingu þeir lögðu í aðstæður sínar og reynslu. Viðtölin voru greind og kóðuð upp í þemu, sem lýstu sameiginlegri reynslu þeirra.
  Átta þemu komu fram þegar viðtölin voru kóðuð: Erfið æska, hefðbundið fjölskyldulíf, rofin tengsl, ofbeldi, stimplun, andleg heilsa, búferlaflutningar og barnavernd. Þátttakendurnir áttu allir erfiðan tíma eftir að brot þeirra uppgötvuðust. Þeir sættu illri meðferð samfanga og einangruðust félagslega. Þeir voru stimplaðir barnaníðingar og óttuðust sú stimplun fylgi þeim út í samfélagið. Komist var að þeirri niðurstöðu að styðja þurfi þessa menn í erfiðleikum sínum og finna úrræði sem henta hverjum og einum, en þetta þurfi að gera þrátt fyrir ríkjandi fordóma gagnvart barnaníðingum. Þannig myndu lífsgæði þeirra batna og minni hætta yrði á endurtekt brota. Þá var sýnt að efla þyrfti fræðilegar rannsóknir á aðstæðum barnaníðinga.

Samþykkt: 
 • 2.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-rigerð Kristjáns Inga Kristjánssonar.pdf718.05 kBOpinnPDFSkoða/Opna