is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8120

Titill: 
  • Hlutverk stjúpmæðra. Kröfur og væntingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi BA ritgerð í félagsráðgjöf fjallar um hlutverk stjúpmæðra og þær væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem djúpviðtöl voru tekin við fimm stjúpmæður. Þátttakendur rannsóknar höfðu mislanga reynslu af stjúpmæðrahlutverkinu og upplifðu hlutverk sitt á mismunandi hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hlutverkið reynist erfitt og fer það eftir þátttöku maka og þrautsegju stjúpmæðranna sjálfra hvernig tekið er á þeim vandamálum sem upp koma. Áhrif goðsagnarinnar um vondu stjúpuna hafa einnig talsvert að segja um líðan stjúpmæðranna, hvernig þær sjá sig sem vondu stjúpuna og áhrif þess á hlutverk þeirra. Þó tengja þær sig ekki við þá stjúpu sem birtist í ævintýrunum. Stjúpurnar upplifðu sig í húshjálparhlutverki þar sem þeim er ætlað að sjá um öll helstu heimilisverk og gæta stjúpbarna sinna en á sama tíma halda ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð frá þeim.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA[1].pdf930.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna