is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8121

Titill: 
  • Hvað tekur við? Þjónusta og úrræði í kjölfar heilaáverka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Höfuðáverkar eru ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki en talið er að á ári hverju verði um 500 manns fyrir heilaskaða í kjölfar áverka hér á landi. Afleiðingarnar geta orðið alvarlegar og haft áhrif á bæði líkamlega og andlega færni fólks.
    Tilgangur þessarar ritgerðar var að afla þekkingar á afleiðingum höfuðáverka og áhrifum þeirra á einstaklinginn og nærumhverfi hans. Skoðuð voru helstu réttindi og úrræði auk þess sem fjallað var um aðkomu félagsráðgjafa að málaflokknum.
    Ritgerð þessi er heimildaritgerð. Heimildir hennar byggjast einkum á greinum og rannsóknum úr rafrænum gagnagrunnum, lögum og fræðiritum auk þess sem tekin voru upplýsingaviðtöl við fagfólk sem komið hefur að málefnum einstaklinga með heilaskaða.
    Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að skortur sé á sértækum úrræðum fyrir einstaklinga með heilaáverka og að þau úrræði sem í boði eru nýtist ekki nógu vel. Félagsráðgjafar koma víða að málefnum einstaklinga með heilaáverka og geta með ráðgjöf og stuðningi stuðlað að frekari aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afleiðingar höfuðáverka.pdf932.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna