is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8122

Titill: 
  • Stjúptengsl. Gagnsemi námskeiða hönnuð stjúpfjölskyldum. „Ég leit bara á þetta sem andlega hjálp fyrir mig“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um stjúpfjölskyldur, þá sérstaklega um námskeið hönnuð þeim. Framkvæmd var eigindleg rannsókn á sex einstaklingum er höfðu farið á námskeið á vegum Stjúptengsla og Félags stjúpfjölskyldna, paranámskeið og/eða stjúpmæðranámskeið. Námskeiðin eru bæði fræðsla og almenn umfjöllun. Kannað var hvernig reynsla þeirra er af námskeiðunum. Markmiðið var að leggja mat á hvernig þau nýttust þátttakendum, hvað þeim þótti gagnlegt við þau og hvað mætti bæta. Spurt var af hverju fólk fór á námskeiðið og hvar það frétti af því. Hvort það hefði fengið þau svör sem það sóttist eftir á námskeiðinu og við hvað þau hafi hjálpað ef þau gerðu það.
    Rannsóknin getur nýst félagsráðgjöfum og öðrum þeim er vinna með stjúpfjölskyldum. Niðurstöðum rannsóknarinnar svipar mjög til þeirra sem hafa verið gerðar erlendis um slík námskeið, þá til dæmis í Ástralíu og Bandaríkjunum, en þær eru að námskeiðin reyndust þátttakendum vel. Það sem nýttist þeim best er að þeim fannst gott að fá vettvang til þess að tjá sig og sjá með reynslu annarra að þeirra upplifun og vandamál væru ekki ósvipuð. Umfjöllunin var þeim því mikilvægari en almenn fræðsla. Einnig komst rannsakandi að því að svokallað vinnusamband við fyrrverandi maka er best til þess að samskiptin gangi vel. Þá eru samskiptin í raun yfirborðskennd en kurteisleg og einungis talað um það sem nauðsynlegt er. Námskeiðin hjálpuðu þeim sem sátu þau að vera ekki hrædd við að setja slík mörk, þar sem of náið samband við fyrrverandi maka getur virkað ógnandi fyrir suma og valdið afbrýðissemi. Námskeiðin þyrftu að vera auglýst betur sem og þyrfti að halda skrár um fjölda stjúpfjölskyldna hér á landi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsíða kdk rétt.pdf59.21 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
stjúptengsl kdk.pdf523.81 kBLokaðurMeginmálPDF